Lágmarkslaun á Spáni hækka um 22 prósent um áramót Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2018 22:44 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, greindi frá ákvörðun stjórnar sinnar fyrr í dag. Getty Lágmarkslaun á Spáni munu hækka um 22 prósent um áramótin og er hækkunin sú mesta í landinu í rúm fjörutíu ár. Hækkunin felur í sér að launþegar sem þiggja lágmarkslaun sjá fram á að fá greiddar 900 evrur í mánaðarlaun, um 127 þúsund íslenskra króna, í stað 736 evra, eða 103 þúsund íslenskar. Sósíalistinn Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, greindi frá breytingunni fyrr í dag þar sem hann sagði að „ríkt land gæti ekki verið með fátæka verkamenn“. Í frétt BBC kemur fram að tilkynning Sánchez komi tveimur dögum eftir að Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um 100 evra hækkun á lágmarkslaunum í Frakklandi. Macron var með breytingunni að bregðast við margra vikna aðgerðum mótmælenda sem kennd hafa verið við gul vesti. Lágmarkslaun á Spáni eru endurskoðuð á ári hverju, og er hækkunin nú umtalsvert hærri en verið hefur síðustu áratugina. Þannig nam hækkunin um síðustu áramót fjögur prósent. Hækkunin nú er sú hæsta frá árinu 1977, sama ár og fyrstu kosningarnar fóru fram eftir fall einræðisherrans Francisco Franco. Lágmarkslaun á Spáni eru lægri en í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi en hærri en í fjölda annarra ESB-ríkja, meðal annars Portúgal, Grikklandi og Póllandi. Evrópa Evrópusambandið Spánn Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Lágmarkslaun á Spáni munu hækka um 22 prósent um áramótin og er hækkunin sú mesta í landinu í rúm fjörutíu ár. Hækkunin felur í sér að launþegar sem þiggja lágmarkslaun sjá fram á að fá greiddar 900 evrur í mánaðarlaun, um 127 þúsund íslenskra króna, í stað 736 evra, eða 103 þúsund íslenskar. Sósíalistinn Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, greindi frá breytingunni fyrr í dag þar sem hann sagði að „ríkt land gæti ekki verið með fátæka verkamenn“. Í frétt BBC kemur fram að tilkynning Sánchez komi tveimur dögum eftir að Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um 100 evra hækkun á lágmarkslaunum í Frakklandi. Macron var með breytingunni að bregðast við margra vikna aðgerðum mótmælenda sem kennd hafa verið við gul vesti. Lágmarkslaun á Spáni eru endurskoðuð á ári hverju, og er hækkunin nú umtalsvert hærri en verið hefur síðustu áratugina. Þannig nam hækkunin um síðustu áramót fjögur prósent. Hækkunin nú er sú hæsta frá árinu 1977, sama ár og fyrstu kosningarnar fóru fram eftir fall einræðisherrans Francisco Franco. Lágmarkslaun á Spáni eru lægri en í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi en hærri en í fjölda annarra ESB-ríkja, meðal annars Portúgal, Grikklandi og Póllandi.
Evrópa Evrópusambandið Spánn Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira