Útlit fyrir rigningarveður og „milt loft af suðrænum uppruna“ um jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2018 11:35 Á þessum tímapunkti, tíu dögum fyrir jól, er ekki útlit fyrir snjó í höfuðborginni á aðfangadag. Vísir/vilhelm Tíu dagar eru nú til jóla og þyrstir marga eflaust í að vita hvort þau verði hvít eða rauð. Veðurfræðingar leggja áherslu á að enn sé langt í stóra daginn og því afar vandasamt að slá nokkru föstu um veðurfar yfir hátíðarnar. Eins og staðan er núna lítur þó út fyrir rauðan aðfangadag, með lægðagangi og „mildu lofti af suðrænum uppruna.“Milt loft af suðrænum uppruna heimsækir á aðfangadagEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun langtímaspá til tíu daga á Facebook-síðu sinni. Spáin nær því fram á aðfangadag en Einar gerir ekki ráð fyrir hvítum jólum í ár, þó að veðurkortin séu að vonum fyrirvörum háð. „Nú er langt til seilst, en veðurstaðan býður dálítið upp á kúnstir og „áhættu“ í spágerð,“ skrifar Einar. Hann boðar nýja lægð á fimmtudag í næstu viku, þann 20. desember, sem einkum verði „skeinuhætt“ við Reykjanes. Þá fari veður kólnandi helgina á eftir. Á aðfangadag gerir Einar ráð fyrir lægð á ný. „Bæði stóru langtímalíkönin gera ráð fyrir á aðfangadag að aðstreymi verði af mildu lofti af suðrænum uppruna á nýjan leik.“ Ekki útilokað að hvítni á Þorláksmessu Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að enn sé langt í jólin og því erfitt að spá fyrir um það hvernig veðrið verði yfir hátíðarnar. Hann setur því ríkan fyrirvara á langtímaspána. Þorsteinn segir að enn sé rigning í spánum fram eftir næstu viku. Búast má við skammvinnri norðanátt miðvikudaginn 19. desember með kólnandi veðri en hlýnar á ný fimmtudag á föstudag, líkt og Einar nefndi í sínum spám. Helgina fyrir jól, laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, kólnar svo að öllum líkindum á ný. „Þannig að það er ekki ólíklegt að það geti hvítnað eitthvað yfir öllu landinu.“ Erfitt sé þó að áætla hvað taki við eftir helgina, þ.e. á aðfangadag og jóladag á mánudag og þriðjudag í þarnæstu viku. Þorsteinn tekur þó undir með Einari og segir að hugsanlega gæti brostið á með sunnanrigningarveðri á aðfangadag.Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur.Vísir/GVA„Ef það væri komin föl þá myndi hún skolast væntanlega í burtu. Eins og þetta lítur út núna á aðfangadag þá er einhver lægðagangur í kortunum. En það er svolítið langt í það enn þá, það eina sem er víst er að það er að kólna núna og þá aukast líkurnar á að það verði föl.“„Hef. Ekki. Hugmynd.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur leggur enn fremur ríka áherslu á að afar erfitt sé að segja nokkuð til um veðurfar yfir jól á þessum tímapunkti. „Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd,“ skrifar Birta Líf í færslu á Twitter. Hún lætur fylgja með mynd af síðasta spákerfinu sem Veðurstofan hefur aðgang að, Þorláksmessukvöld. „En það mun örugglega pottþétt breytast oft,“ bætir Birta Líf við.Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd Hér er síðasta spáskrefið sem við höfum aðgang að, Þorláksmessukvöld, en það mun örugglega pottþétt breytast oft #Veðurlíf pic.twitter.com/6OimXs6Brx— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 14, 2018 Jól Veður Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Tíu dagar eru nú til jóla og þyrstir marga eflaust í að vita hvort þau verði hvít eða rauð. Veðurfræðingar leggja áherslu á að enn sé langt í stóra daginn og því afar vandasamt að slá nokkru föstu um veðurfar yfir hátíðarnar. Eins og staðan er núna lítur þó út fyrir rauðan aðfangadag, með lægðagangi og „mildu lofti af suðrænum uppruna.“Milt loft af suðrænum uppruna heimsækir á aðfangadagEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun langtímaspá til tíu daga á Facebook-síðu sinni. Spáin nær því fram á aðfangadag en Einar gerir ekki ráð fyrir hvítum jólum í ár, þó að veðurkortin séu að vonum fyrirvörum háð. „Nú er langt til seilst, en veðurstaðan býður dálítið upp á kúnstir og „áhættu“ í spágerð,“ skrifar Einar. Hann boðar nýja lægð á fimmtudag í næstu viku, þann 20. desember, sem einkum verði „skeinuhætt“ við Reykjanes. Þá fari veður kólnandi helgina á eftir. Á aðfangadag gerir Einar ráð fyrir lægð á ný. „Bæði stóru langtímalíkönin gera ráð fyrir á aðfangadag að aðstreymi verði af mildu lofti af suðrænum uppruna á nýjan leik.“ Ekki útilokað að hvítni á Þorláksmessu Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að enn sé langt í jólin og því erfitt að spá fyrir um það hvernig veðrið verði yfir hátíðarnar. Hann setur því ríkan fyrirvara á langtímaspána. Þorsteinn segir að enn sé rigning í spánum fram eftir næstu viku. Búast má við skammvinnri norðanátt miðvikudaginn 19. desember með kólnandi veðri en hlýnar á ný fimmtudag á föstudag, líkt og Einar nefndi í sínum spám. Helgina fyrir jól, laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, kólnar svo að öllum líkindum á ný. „Þannig að það er ekki ólíklegt að það geti hvítnað eitthvað yfir öllu landinu.“ Erfitt sé þó að áætla hvað taki við eftir helgina, þ.e. á aðfangadag og jóladag á mánudag og þriðjudag í þarnæstu viku. Þorsteinn tekur þó undir með Einari og segir að hugsanlega gæti brostið á með sunnanrigningarveðri á aðfangadag.Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur.Vísir/GVA„Ef það væri komin föl þá myndi hún skolast væntanlega í burtu. Eins og þetta lítur út núna á aðfangadag þá er einhver lægðagangur í kortunum. En það er svolítið langt í það enn þá, það eina sem er víst er að það er að kólna núna og þá aukast líkurnar á að það verði föl.“„Hef. Ekki. Hugmynd.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur leggur enn fremur ríka áherslu á að afar erfitt sé að segja nokkuð til um veðurfar yfir jól á þessum tímapunkti. „Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd,“ skrifar Birta Líf í færslu á Twitter. Hún lætur fylgja með mynd af síðasta spákerfinu sem Veðurstofan hefur aðgang að, Þorláksmessukvöld. „En það mun örugglega pottþétt breytast oft,“ bætir Birta Líf við.Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd Hér er síðasta spáskrefið sem við höfum aðgang að, Þorláksmessukvöld, en það mun örugglega pottþétt breytast oft #Veðurlíf pic.twitter.com/6OimXs6Brx— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 14, 2018
Jól Veður Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira