Tekst á við stórar áskoranir Starri Freyr Jónsson skrifar 18. desember 2018 11:00 Þörfin á nýsköpun er mikil þar sem við erum að takast á við nýjar áskoranir, segir Halla Hrund. Fréttablaðið/Eyþór Halla Hrund Logadóttir lærði ung að bera jafn mikla virðingu fyrir umhverfinu og samferðafólki sínu við sveitastörf á bænum Hörgslandskoti á Síðu. Hún er í dag einn stofnenda og stjórnenda Arctic Initiative sem er miðstöð norðurslóða innan hins sögufræga Harvard háskóla í Bandaríkjunum sem beinir sjónum sínum sérstaklega að loftslagsbreytingum á norðurslóðum og áhrifum þeirra á stefnumótun. Fram undan eru mörg stór og spennandi verkefni hjá þessari kraftmiklu 37 ára konu sem er búsett í Boston ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Frey Kristjánssyni framkvæmdastjóra, og dóttur þeirra, Hildi Kristínu. „Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun okkar tíma og áhrif þeirra fara vaxandi t.d. á veðurfar, matvælaframleiðslu, fólksflutninga og lífríki. Norðurslóðir eru að hlýna meira en tvisvar sinnum hraðar en önnur svæði á jörðinni vegna þessa, sem hefur verulegar afleiðingar í för með sér á heimsvísu. Eitt af því sem snertir Ísland er t.d. súrnun sjávar, sem hefur áhrif á fiskistofnana okkar. Þá hefur bráðnun hafíss í för með sér síaukna umferð í nágrenni landsins sem mun hafa margs konar langtímaáhrif, sem bæði skapar ógnir og tækifæri. Það skiptir því miklu máli að efla þekkingu sem getur stuðlað að því að við tökum góðar ákvarðanir fyrir samfélagið, umhverfið og komandi kynslóðir og þar kemur„Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun okkar tíma,“ segir Halla Hrund Logadóttir, einn stofnanda og stjórnenda Arctic Initiative. MYND/EYÞÓRKom víða við Eftir útskrift úr stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 2005 tók við nokkurra ára dvöl erlendis þar sem hún m.a. starfaði og stundaði frekara nám í Brussel, Tógó í Vestur-Afríku, París, London og Boston. „Fyrst lá leiðin til Brussel þar sem ég starfaði á vegum utanríkisráðuneytisins sem var mikill skóli. Eftir dvölina þar stóð mér til boða að taka þátt í nýsköpunar- og kennsluverkefni í Tógó í Vestur-Afríku. Það var afar lærdómsríkur tími sem gaf okkur sem tókum þátt innsýn inn í hvað skilaði árangri í þróunarsamvinnu og varð kveikjan að áhuga mínum á orkumálum.“ Eftir stutt stopp hjá OECD í París langaði Höllu að mennta sig frekar. „Leiðin lá því næst í London School of Economics og Tufts háskóla í Boston þar sem áherslan var lögð á hagfræði og alþjóðasamvinnu. Skilningur og áhugi á loftslagsmálum jókst til muna eftir námið, en að því loknu bauðst mér að vinna að kennsluefni á sviði orkumála í samvinnu við prófessor við Harvard háskóla.“Halla Hrund ásamt nemendum sínum við Harvard háskóla.Vantaði stærri leikendur Eftir tæp sex ár erlendis flutti Halla til Íslands og bauðst í kjölfarið starf við að stýra Alþjóðaþróun Háskólans í Reykjavík. „Stuttu síðar tók ég við sem framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans við HR þar sem ég kom að verkefnum í tengslum við loftslagsmál, sjálfbæra orkunýtingu, landvernd og norðurslóðir. Í gegnum þetta starf og fyrri störf óx skilningur minn á að efla þyrfti þekkingu á umhverfisbreytingum á norðurslóðum til muna. Þekking var ekki í samræmi við alvarleika breytinga fram undan og sérstaklega vantaði að fá fleiri stærri leikendur inn í umræðuna sem gætu meðal annars unnið með smærri aðilum í ólíkum samfélögum norðurslóða til að hafa meiri áhrif.“Þörf á nýsköpun Þessi vaxandi skilningur var m.a. ástæðan fyrir því að Höllu var boðinn fellowship-styrkur til að stunda nám við Harvard háskóla þar sem tíminn var nýttur til að koma Arctic Initiative á fót. „Í rannsóknum okkar er megináherslan á umhverfismál, hafið og endurnýjanlega orku og við leggjum okkar lóð á vogarskálarnar í að efla umræðu á þessum sviðum. Einnig er lögð áhersla á menntun en í haust fór fyrsta meistaranámskeiðið um norðurslóðir af stað við skólann sem ég kenni ásamt Dr. John Holdren, sem er þekktur fyrir að hafa verið vísindaráðgjafi Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þema námskeiðsins er „nýsköpun og norðurslóðir“ en þörfin á nýsköpun er mikil þar sem við erum að takast á við nýjar áskoranir vegna loftslagsbreytinga. Þetta á við á mörgum sviðum, s.s. er varðar samvinnu, stefnumótun og nýtingu tækninýjunga í að takast á við málin á ábyrgan og sjálfbæran hátt.“Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti Höllu Hrund í Harvard háskóla.Samvinna er lykillinn Halla segir samvinnu margra vera lykilinn að árangri á þessu sviði. „Það skiptir ekki máli hversu stór þú ert, ekkert eitt ríki, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag getur leyst þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á sviði umhverfismála. En ef við vinnum öll saman stór og smá, ég, þú og allir hinir, þá getum við gert ótrúlega hluti.“ Kaflaskil urðu nýlega í starfsemi Arctic Initiative þegar Eric Schmidt gerðist einn af lykilfjárfestum þess. „Hann starfaði sem forstjóri og stjórnarformaður Google frá 2001 til 2017 og er heimsþekktur á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Sjóður hans fjármagnar í dag alla nýsköpunarvinnu okkar og stóran hluta rannsókna.“ Hún segir þau hafa byggt upp frábært teymi af helstu sérfræðingum heims, innan og utan Harvard og hafið samstarf með fjölda aðila í ólíkum samfélögum norðurslóða, þar með talið á Íslandi. „Þá höfum við einnig fengið alþjóðlega loftslagsleiðtoga, til dæmis Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að þróuninni sem er ómetanlegt. Við erum ekki með öll svörin, en saman höfum við tækifæri til að færa hlutina áfram til betri vegar, skref fyrir skref sem er markmiðið sem drífur okkur áfram.“Fundað með Ban Ki-moon, fyrrum aðalritara Sameinuðu Þjóðanna.Spennandi verkefni Utan Arctic Initiative heldur Halla áfram uppbyggingu á verkefni sem ber heitið „Project Girls for Girls“. „Þetta er alþjóðlegt færni- og tengslaprógramm fyrir ungar konur á aldrinum 18-25 ára til að efla færni þeirra í gegnum efni frá Harvard. Við vorum að klára þróunarhluta verkefnisins á Íslandi með ríflega 40 þátttakendum og frábærum leiðbeinendum og ég er mjög spennt að halda þeirri vinnu áfram á næstu misserum.“Fjölbreytt samfélaga Samfélagið í Boston er mjög fjölbreytt að sögn Höllu Hrundar, þá helst tengt háskólunum, þar sem margir eru að gera spennandi hluti til að breyta og bæta hin ýmsu svið með metnaðarfullum hætti. „Það er alltaf gaman að vera umkringdur fólki sem veit meira um flest en maður sjálfur, því þá er maður stöðugt að læra eitthvað nýtt.“ Utan vinnunnar segir hún skemmtilegast að vera með fjölskyldunni, helst týnd í útivist á fjöllum. „Við stundum mikið skíði saman og göngur. Síðan er ég svo heppin að vera rík af skemmtilegum vinum bæði heima og erlendis sem eru mér ómetanlegir. Ferðalög með fjölskyldu og vinum eru ofarlega á listanum þó svo að ég fái yfirleitt nóg af ferðalögum í tengslum við vinnu, sérstaklega til ískaldra áfangastaða á norðurslóðum.“Fjölskyldan, fremst á myndinni, með vinum í Þórsmörk í sumar.Gleði kringum jólin Halla og fjölskylda kunna afar vel við sig í Boston. Desember er fullur af skemmtilegum viðburðum í Boston og finnst Höllu sérstaklega hátíðlegt að komast í leikhús eða á jólatónleika. „Jólaverslunin hér í Bandaríkjunum er reyndar rosaleg, hraðinn meiri og hátíðahöldin enda strax eftir jóladag þannig að jólin hafa heilt yfir töluvert annað yfirbragð en heima. Þakkargjörðarhátíðin er til dæmis miklu líkari íslensku jólunum en hún gengur mikið út á samveru og notalegheit. Að auki er samfélagið hér í Cambridge afar fjölþjóðlegt sem við njótum góðs af með því að fá að upplifa ólíkar hefðir bæði tengdar jólunum og svo öðrum hátíðum allt árið um kring.“ Fjölskyldan er væntanleg heim yfir jólahátíðina og segir Halla þau hlakka mikið til. „Það besta við að koma heim um jólin er að hitta fólkið sitt og drekka í sig íslensku jólin með fjölskyldu og vinum. Það gerist varla betra. Við förum t.d. alltaf í frábært skötuboð, jólaglögg og höldum litlu jólin með vinum í aðdraganda jólanna auk þess sem það eru fastir liðir milli jóla og nýjárs með fjölskyldunni. Svona hefðir finnst mér alveg ómetanlegar. Maður upplifir síðan auðvitað spennuna og gleðina í kringum jólin alveg upp á nýtt í gegnum barnið sitt en dóttir okkar er aðaljólastjarnan hér á bæ og skín skært alla daga. Síðan finnst mér ómissandi að slaka vel á yfir hátíðirnar með því að lesa góða bók í skammdeginu með Nóa konfekt og malt og appelsín mér við hlið. Það eru jólin.“ Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir lærði ung að bera jafn mikla virðingu fyrir umhverfinu og samferðafólki sínu við sveitastörf á bænum Hörgslandskoti á Síðu. Hún er í dag einn stofnenda og stjórnenda Arctic Initiative sem er miðstöð norðurslóða innan hins sögufræga Harvard háskóla í Bandaríkjunum sem beinir sjónum sínum sérstaklega að loftslagsbreytingum á norðurslóðum og áhrifum þeirra á stefnumótun. Fram undan eru mörg stór og spennandi verkefni hjá þessari kraftmiklu 37 ára konu sem er búsett í Boston ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Frey Kristjánssyni framkvæmdastjóra, og dóttur þeirra, Hildi Kristínu. „Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun okkar tíma og áhrif þeirra fara vaxandi t.d. á veðurfar, matvælaframleiðslu, fólksflutninga og lífríki. Norðurslóðir eru að hlýna meira en tvisvar sinnum hraðar en önnur svæði á jörðinni vegna þessa, sem hefur verulegar afleiðingar í för með sér á heimsvísu. Eitt af því sem snertir Ísland er t.d. súrnun sjávar, sem hefur áhrif á fiskistofnana okkar. Þá hefur bráðnun hafíss í för með sér síaukna umferð í nágrenni landsins sem mun hafa margs konar langtímaáhrif, sem bæði skapar ógnir og tækifæri. Það skiptir því miklu máli að efla þekkingu sem getur stuðlað að því að við tökum góðar ákvarðanir fyrir samfélagið, umhverfið og komandi kynslóðir og þar kemur„Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun okkar tíma,“ segir Halla Hrund Logadóttir, einn stofnanda og stjórnenda Arctic Initiative. MYND/EYÞÓRKom víða við Eftir útskrift úr stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 2005 tók við nokkurra ára dvöl erlendis þar sem hún m.a. starfaði og stundaði frekara nám í Brussel, Tógó í Vestur-Afríku, París, London og Boston. „Fyrst lá leiðin til Brussel þar sem ég starfaði á vegum utanríkisráðuneytisins sem var mikill skóli. Eftir dvölina þar stóð mér til boða að taka þátt í nýsköpunar- og kennsluverkefni í Tógó í Vestur-Afríku. Það var afar lærdómsríkur tími sem gaf okkur sem tókum þátt innsýn inn í hvað skilaði árangri í þróunarsamvinnu og varð kveikjan að áhuga mínum á orkumálum.“ Eftir stutt stopp hjá OECD í París langaði Höllu að mennta sig frekar. „Leiðin lá því næst í London School of Economics og Tufts háskóla í Boston þar sem áherslan var lögð á hagfræði og alþjóðasamvinnu. Skilningur og áhugi á loftslagsmálum jókst til muna eftir námið, en að því loknu bauðst mér að vinna að kennsluefni á sviði orkumála í samvinnu við prófessor við Harvard háskóla.“Halla Hrund ásamt nemendum sínum við Harvard háskóla.Vantaði stærri leikendur Eftir tæp sex ár erlendis flutti Halla til Íslands og bauðst í kjölfarið starf við að stýra Alþjóðaþróun Háskólans í Reykjavík. „Stuttu síðar tók ég við sem framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans við HR þar sem ég kom að verkefnum í tengslum við loftslagsmál, sjálfbæra orkunýtingu, landvernd og norðurslóðir. Í gegnum þetta starf og fyrri störf óx skilningur minn á að efla þyrfti þekkingu á umhverfisbreytingum á norðurslóðum til muna. Þekking var ekki í samræmi við alvarleika breytinga fram undan og sérstaklega vantaði að fá fleiri stærri leikendur inn í umræðuna sem gætu meðal annars unnið með smærri aðilum í ólíkum samfélögum norðurslóða til að hafa meiri áhrif.“Þörf á nýsköpun Þessi vaxandi skilningur var m.a. ástæðan fyrir því að Höllu var boðinn fellowship-styrkur til að stunda nám við Harvard háskóla þar sem tíminn var nýttur til að koma Arctic Initiative á fót. „Í rannsóknum okkar er megináherslan á umhverfismál, hafið og endurnýjanlega orku og við leggjum okkar lóð á vogarskálarnar í að efla umræðu á þessum sviðum. Einnig er lögð áhersla á menntun en í haust fór fyrsta meistaranámskeiðið um norðurslóðir af stað við skólann sem ég kenni ásamt Dr. John Holdren, sem er þekktur fyrir að hafa verið vísindaráðgjafi Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þema námskeiðsins er „nýsköpun og norðurslóðir“ en þörfin á nýsköpun er mikil þar sem við erum að takast á við nýjar áskoranir vegna loftslagsbreytinga. Þetta á við á mörgum sviðum, s.s. er varðar samvinnu, stefnumótun og nýtingu tækninýjunga í að takast á við málin á ábyrgan og sjálfbæran hátt.“Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti Höllu Hrund í Harvard háskóla.Samvinna er lykillinn Halla segir samvinnu margra vera lykilinn að árangri á þessu sviði. „Það skiptir ekki máli hversu stór þú ert, ekkert eitt ríki, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag getur leyst þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á sviði umhverfismála. En ef við vinnum öll saman stór og smá, ég, þú og allir hinir, þá getum við gert ótrúlega hluti.“ Kaflaskil urðu nýlega í starfsemi Arctic Initiative þegar Eric Schmidt gerðist einn af lykilfjárfestum þess. „Hann starfaði sem forstjóri og stjórnarformaður Google frá 2001 til 2017 og er heimsþekktur á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Sjóður hans fjármagnar í dag alla nýsköpunarvinnu okkar og stóran hluta rannsókna.“ Hún segir þau hafa byggt upp frábært teymi af helstu sérfræðingum heims, innan og utan Harvard og hafið samstarf með fjölda aðila í ólíkum samfélögum norðurslóða, þar með talið á Íslandi. „Þá höfum við einnig fengið alþjóðlega loftslagsleiðtoga, til dæmis Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að þróuninni sem er ómetanlegt. Við erum ekki með öll svörin, en saman höfum við tækifæri til að færa hlutina áfram til betri vegar, skref fyrir skref sem er markmiðið sem drífur okkur áfram.“Fundað með Ban Ki-moon, fyrrum aðalritara Sameinuðu Þjóðanna.Spennandi verkefni Utan Arctic Initiative heldur Halla áfram uppbyggingu á verkefni sem ber heitið „Project Girls for Girls“. „Þetta er alþjóðlegt færni- og tengslaprógramm fyrir ungar konur á aldrinum 18-25 ára til að efla færni þeirra í gegnum efni frá Harvard. Við vorum að klára þróunarhluta verkefnisins á Íslandi með ríflega 40 þátttakendum og frábærum leiðbeinendum og ég er mjög spennt að halda þeirri vinnu áfram á næstu misserum.“Fjölbreytt samfélaga Samfélagið í Boston er mjög fjölbreytt að sögn Höllu Hrundar, þá helst tengt háskólunum, þar sem margir eru að gera spennandi hluti til að breyta og bæta hin ýmsu svið með metnaðarfullum hætti. „Það er alltaf gaman að vera umkringdur fólki sem veit meira um flest en maður sjálfur, því þá er maður stöðugt að læra eitthvað nýtt.“ Utan vinnunnar segir hún skemmtilegast að vera með fjölskyldunni, helst týnd í útivist á fjöllum. „Við stundum mikið skíði saman og göngur. Síðan er ég svo heppin að vera rík af skemmtilegum vinum bæði heima og erlendis sem eru mér ómetanlegir. Ferðalög með fjölskyldu og vinum eru ofarlega á listanum þó svo að ég fái yfirleitt nóg af ferðalögum í tengslum við vinnu, sérstaklega til ískaldra áfangastaða á norðurslóðum.“Fjölskyldan, fremst á myndinni, með vinum í Þórsmörk í sumar.Gleði kringum jólin Halla og fjölskylda kunna afar vel við sig í Boston. Desember er fullur af skemmtilegum viðburðum í Boston og finnst Höllu sérstaklega hátíðlegt að komast í leikhús eða á jólatónleika. „Jólaverslunin hér í Bandaríkjunum er reyndar rosaleg, hraðinn meiri og hátíðahöldin enda strax eftir jóladag þannig að jólin hafa heilt yfir töluvert annað yfirbragð en heima. Þakkargjörðarhátíðin er til dæmis miklu líkari íslensku jólunum en hún gengur mikið út á samveru og notalegheit. Að auki er samfélagið hér í Cambridge afar fjölþjóðlegt sem við njótum góðs af með því að fá að upplifa ólíkar hefðir bæði tengdar jólunum og svo öðrum hátíðum allt árið um kring.“ Fjölskyldan er væntanleg heim yfir jólahátíðina og segir Halla þau hlakka mikið til. „Það besta við að koma heim um jólin er að hitta fólkið sitt og drekka í sig íslensku jólin með fjölskyldu og vinum. Það gerist varla betra. Við förum t.d. alltaf í frábært skötuboð, jólaglögg og höldum litlu jólin með vinum í aðdraganda jólanna auk þess sem það eru fastir liðir milli jóla og nýjárs með fjölskyldunni. Svona hefðir finnst mér alveg ómetanlegar. Maður upplifir síðan auðvitað spennuna og gleðina í kringum jólin alveg upp á nýtt í gegnum barnið sitt en dóttir okkar er aðaljólastjarnan hér á bæ og skín skært alla daga. Síðan finnst mér ómissandi að slaka vel á yfir hátíðirnar með því að lesa góða bók í skammdeginu með Nóa konfekt og malt og appelsín mér við hlið. Það eru jólin.“
Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira