Erlent

Banna umdeild byssuskefti

Samúel Karl Ólason skrifar
Eigendur umræddra byssuskefta þurfa að skila þeim eða farga á næstu 90 dögum.
Eigendur umræddra byssuskefta þurfa að skila þeim eða farga á næstu 90 dögum. AP Photo/Rick Bowmer
Ríkisstjórn Donald Trump hefur bannað sérstök byssuskefti sem gera eigendum kleift að skjóta úr hálfsjálfvirkum vopnum eins og þau væru sjálfvirk. Slík skefti, sem kallast „Bump Stock“ voru notuð af Stephen Paddock þegar hann myrti 58 manns og særði hundruð í Las Vegas í fyrra. Með reglubreytingu munu skeftin falla undir vélbyssubann í Bandaríkjunum og munu breytingarnar taka gildi í mars.

Eigendur slíkra skefta þurfa því að skila þeim eða farga í millitíðinni.

Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skrifaði undir breytingarnar í dag. Trump tilkynnti í mars á þessu ári að gripið yrði til þessara aðgerða.

Forsvarsmenn samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum hafa strax sagt að þeir muni höfða mál til að koma í veg fyrir bannið. Það brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni segist Dómsmálaráðuneytið þó tilbúið til að berjast gegn slíkum lögsóknum.Stærsti framleiðandi umræddra skefta hætti framleiðslu þeirra í apríl.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig skefti þessi virka.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.