Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2018 13:09 Lögregla hefur haft nóg að gera vegna innbrota í nóvember og virðist ekkert lát á í jólamánuðinum, desember. Vísir/Vilhelm Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. Brotist var inn í hús í Lindahverfi í gær og Kórahverfi í dag. Í síðarnefnda tilfellinu var barn og tveir hundar heima á tíunda tímanum þegar þjófarnir létu greipar sópa. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna innbrotanna í gær og í dag. Verklagið hafi verið svipað. Gluggar spenntir upp og skartgripum og úrum stolið ásamt fleira smádóti. Í innbrotinu í morgun virðist sá sem var heima ekki hafa orðið þjófanna var og líklega heldur ekki þjófarnir. Íbúi í Kórahverfinu varð var við handtöku á leikvelli í Austurkór í morgun. Heimir segir að þjófar með fíknivanda hafi verið handteknir með stolna muni. Þó ekki þá sem stolið var í fyrrnefndum innbrotum. Heimir beinir þeim tilmælum til fólks að loka gluggum vel og minnir á mikilvægi nágrannavörslu. Lögreglan hefur varað við því að erlendur brotahópur sé kominn hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn. Af þessu tilefni biður lögreglan íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að vera vel á verði, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum. Heimir bendir á að það séu oft hús á jaðarsvæðum sem þjófar brjótist inn í. Hús við enda gatna þar sem er göngustígur, trjágróður eða jafnvel ekkert öðru megin við húsið. Lögreglumál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. Brotist var inn í hús í Lindahverfi í gær og Kórahverfi í dag. Í síðarnefnda tilfellinu var barn og tveir hundar heima á tíunda tímanum þegar þjófarnir létu greipar sópa. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna innbrotanna í gær og í dag. Verklagið hafi verið svipað. Gluggar spenntir upp og skartgripum og úrum stolið ásamt fleira smádóti. Í innbrotinu í morgun virðist sá sem var heima ekki hafa orðið þjófanna var og líklega heldur ekki þjófarnir. Íbúi í Kórahverfinu varð var við handtöku á leikvelli í Austurkór í morgun. Heimir segir að þjófar með fíknivanda hafi verið handteknir með stolna muni. Þó ekki þá sem stolið var í fyrrnefndum innbrotum. Heimir beinir þeim tilmælum til fólks að loka gluggum vel og minnir á mikilvægi nágrannavörslu. Lögreglan hefur varað við því að erlendur brotahópur sé kominn hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn. Af þessu tilefni biður lögreglan íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að vera vel á verði, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum. Heimir bendir á að það séu oft hús á jaðarsvæðum sem þjófar brjótist inn í. Hús við enda gatna þar sem er göngustígur, trjágróður eða jafnvel ekkert öðru megin við húsið.
Lögreglumál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira