Erlent

Hollensk skólastúlka skotin til bana í hjólageymslu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fjölmörg vitni voru að árásinni.
Fjölmörg vitni voru að árásinni. EPA/EFE
Íbúar í Rotterdam í Hollandi eru í áfalli eftir að sextán ára stúlka var skotin til bana á lóð skólans þar sem hún er við nám.

Humeyra Öz var í hjólaskúr hönnunarskólans í Rotterdam þegar ráðist var á hana á þriðjudag. 31 árs gamall karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins.

Vinir Humeyru hafa sagt að hún hafi slitið sambandi sínu við manninn fyrir einhverju síðan og hafi kvartað yfir því að hann hafi haft í hótunum við hana. Lögregla staðfesti að hún hefði þekkt hinn grunaða en gat ekki gefið neinar nánari upplýsingar, að því er kemur fram á vef BBC.

Um 300 manns eru í námi við skólann og var einhver fjöldi fólks vitni að árásinni. Bæði stúlkan og hin grunaði eru af tyrkneskum uppruna.

Ahmed Aboutaleb, borgarstjóri Rotterdam, sagði að ekki væri litið á atvikið sem skotárás í skóla, heldur hafi hinn grunaði verið sturlaður og að árásin hafi getað átt sér stað hvar sem er. Hann sagðist vona að samfélagið yrði myndi ná sér á strik eftir jólahátíðarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×