Erlent

Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum

Samúel Karl Ólason skrifar
Andres Manuel Lopez Obrador, nýr forseti Mexíkó.
Andres Manuel Lopez Obrador, nýr forseti Mexíkó. AP/Moises Castillo
Andres manuel Lopez Obrador, tók við embætti forseta Mexíkó í dag. Hann notaði sinn fyrsta dag í embætti til að verja áætlun sína um að stofna nýtt þjóðvarðlið úr hernum og nota það til að berjast gegn glæpasamtökum í landinu. Áætlun forsetans, sem er fyrsti vinstri sinnaði forseti Mexíkó í áraraðir, hefur vakið usla meðal stuðningsmanna hans.

„Við verðum að aðlagast að nýjum tíma,“ sagði Lopez Obrador í ræðu á herstöð í Mexíkói í dag. Hann lagði mikla áherslu á það að áætlun hans tæki mið af mannréttindum íbúa Mexíkó.

Samkvæmt Reuters snýst fyrsti liður áætlunar hans um að stofna 60 þúsund manna þjóðvarðlið með hermönnum og alríkislögregluþjónum. Þeir eigi að berjast gegn glæpum á meðan breytingar verða gerðar á stjórnarskrá Mexíkó til að taka mið af baráttunni gegn glæpasamtökum. Lopez Obrador sagði í ræðu sinni að þjóðin myndi kjósa um breytingartillögurnar.

Eftir það myndi herinn taka aukin þátt í baráttunni. Lopez Obrador sagði það nauðsynlegt til að bæta öryggi í Mexíkó og draga úr glæpum.

Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. Það var hins vegar árið 2006 sem þáverandi yfirvöld landsins ákváðu að herinn skildi koma að löggæslu í Mexíkó og síðan þá hafa rúmlega 200 þúsund manns látið lífið og tugir þúsunda hafa horfið. Lopez Obrador vill auka aðkomu hersins að löggæslu.

Auk þess hefur forsetinn gagnrýnt lög um fíkniefnanotkun harðlega og segir hann þau vera óhagkvæm og jafnvel tilgangslaus. Þingmenn í Mexíkó hafa þegar lagt fram frumvarp um afglæpavæðingu neyslu kannabisefna.


Tengdar fréttir

Dæmdur í rúmlega fimm þúsund ára fangelsi

Dómstóll í Gvatemala hefur dæmt fyrrverandi hermann í samtals 5.160 ára fangelsi fyrir aðild sína að fjöldamorði á um tvö hundruð bændum árið 1982.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×