Obama og ný vonarstjarna demókrata stungu saman nefjum Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 13:34 Framboð O'Rourke í Texas vakti athygli á landsvísu og er hann nú talinn líklegur forsetaframbjóðandi árið 2020. Vísir/EPA Fundur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Betos O‘Rourke, þingmanns frá Texas, hefur gefið vangaveltum um að sá síðarnefndi hyggi á forsetaframboð byr undir báða vængi. O‘Rourke er sagður hafa verið hvattur til að há kosningabaráttu í anda vonar líkt og Obama gerði fyrir áratug. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri. Þannig hefur O‘Rourke verið á meðal efstu manna á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur flokksins fyrir kosningarnar árið 2020. Washington Post segir að O‘Rourke hafi fundað með Obama á skrifstofu forsetans fyrrverandi í Washington-borg um miðjan nóvember, tíu dögum eftir þingkosningarnar. Talsmenn Obama og O‘Rourke neituðu að tjá sig um hvað þeim fór á milli. Fyrrverandi aðstoðarmenn Obama hafi hvatt O‘Rourke til að bjóða sig fram í sama anda og Obama gerði á sínum tíma. Eitt helsta slagorð Obama þá var „von“. Í kosningabaráttunni sór O‘Rourke að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta árið 2020. Eftir ósigurinn hefur hann gefið framboði undir fótinn en sagst þurfa að ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður. Opinberlega hefur Obama virst jákvæður í garð O‘Rourke. Hann hefur meðal annars sagt að þingmaðurinn frá Texas minni hann á sig sjálfan. Hann væri einn fárra stjórnmálamanna sem gætu náð til fjölbreytt hóps kjósenda í sífellt klofnara samfélagi.Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna að því að byggja upp nýja kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins.myndir/Nordicphotos/AFPForsetinn fyrrverandi virðist hafa nokkuð til síns máls þar. O‘Rourke safnaði þannig meira fé en nokkur annar frambjóðandi í þingkosningunum. Á endanum munaði aðeins 2,6 prósentustigum á honum og Cruz. „Það sem mér líkaði við framboð hans var að maður hafði ekki á tilfinningunni að hún væri ekki sífellt mæld eftir könnunum. Það var eins og hann byggði yfirlýsingar sínar og afstöðu á því sem hann trúði, Manni fyndist að þannig ættu hlutirnir venjulega að virka. Því miður er það ekki þannig,“ sagði Obama um framboð O‘Rourke í viðtali fyrir skömmu. Obama er þó sagður hafa hitt fleiri mögulega frambjóðendur demókrata, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forvalinu árið 2016, og Mitch Landrieu, fyrrverandi borgarstjóra New Orleans. Þá afþakkaði O‘Rourke aðstoð Obama í kosningabaráttunni í haust. Hann er sagður hafa óttast að íbúum Texas að hann fengi utanaðkomandi fólk til að segja þeim hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Bandaríkin Tengdar fréttir Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Fundur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Betos O‘Rourke, þingmanns frá Texas, hefur gefið vangaveltum um að sá síðarnefndi hyggi á forsetaframboð byr undir báða vængi. O‘Rourke er sagður hafa verið hvattur til að há kosningabaráttu í anda vonar líkt og Obama gerði fyrir áratug. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri. Þannig hefur O‘Rourke verið á meðal efstu manna á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur flokksins fyrir kosningarnar árið 2020. Washington Post segir að O‘Rourke hafi fundað með Obama á skrifstofu forsetans fyrrverandi í Washington-borg um miðjan nóvember, tíu dögum eftir þingkosningarnar. Talsmenn Obama og O‘Rourke neituðu að tjá sig um hvað þeim fór á milli. Fyrrverandi aðstoðarmenn Obama hafi hvatt O‘Rourke til að bjóða sig fram í sama anda og Obama gerði á sínum tíma. Eitt helsta slagorð Obama þá var „von“. Í kosningabaráttunni sór O‘Rourke að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta árið 2020. Eftir ósigurinn hefur hann gefið framboði undir fótinn en sagst þurfa að ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður. Opinberlega hefur Obama virst jákvæður í garð O‘Rourke. Hann hefur meðal annars sagt að þingmaðurinn frá Texas minni hann á sig sjálfan. Hann væri einn fárra stjórnmálamanna sem gætu náð til fjölbreytt hóps kjósenda í sífellt klofnara samfélagi.Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna að því að byggja upp nýja kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins.myndir/Nordicphotos/AFPForsetinn fyrrverandi virðist hafa nokkuð til síns máls þar. O‘Rourke safnaði þannig meira fé en nokkur annar frambjóðandi í þingkosningunum. Á endanum munaði aðeins 2,6 prósentustigum á honum og Cruz. „Það sem mér líkaði við framboð hans var að maður hafði ekki á tilfinningunni að hún væri ekki sífellt mæld eftir könnunum. Það var eins og hann byggði yfirlýsingar sínar og afstöðu á því sem hann trúði, Manni fyndist að þannig ættu hlutirnir venjulega að virka. Því miður er það ekki þannig,“ sagði Obama um framboð O‘Rourke í viðtali fyrir skömmu. Obama er þó sagður hafa hitt fleiri mögulega frambjóðendur demókrata, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forvalinu árið 2016, og Mitch Landrieu, fyrrverandi borgarstjóra New Orleans. Þá afþakkaði O‘Rourke aðstoð Obama í kosningabaráttunni í haust. Hann er sagður hafa óttast að íbúum Texas að hann fengi utanaðkomandi fólk til að segja þeim hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40