Obama og ný vonarstjarna demókrata stungu saman nefjum Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 13:34 Framboð O'Rourke í Texas vakti athygli á landsvísu og er hann nú talinn líklegur forsetaframbjóðandi árið 2020. Vísir/EPA Fundur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Betos O‘Rourke, þingmanns frá Texas, hefur gefið vangaveltum um að sá síðarnefndi hyggi á forsetaframboð byr undir báða vængi. O‘Rourke er sagður hafa verið hvattur til að há kosningabaráttu í anda vonar líkt og Obama gerði fyrir áratug. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri. Þannig hefur O‘Rourke verið á meðal efstu manna á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur flokksins fyrir kosningarnar árið 2020. Washington Post segir að O‘Rourke hafi fundað með Obama á skrifstofu forsetans fyrrverandi í Washington-borg um miðjan nóvember, tíu dögum eftir þingkosningarnar. Talsmenn Obama og O‘Rourke neituðu að tjá sig um hvað þeim fór á milli. Fyrrverandi aðstoðarmenn Obama hafi hvatt O‘Rourke til að bjóða sig fram í sama anda og Obama gerði á sínum tíma. Eitt helsta slagorð Obama þá var „von“. Í kosningabaráttunni sór O‘Rourke að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta árið 2020. Eftir ósigurinn hefur hann gefið framboði undir fótinn en sagst þurfa að ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður. Opinberlega hefur Obama virst jákvæður í garð O‘Rourke. Hann hefur meðal annars sagt að þingmaðurinn frá Texas minni hann á sig sjálfan. Hann væri einn fárra stjórnmálamanna sem gætu náð til fjölbreytt hóps kjósenda í sífellt klofnara samfélagi.Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna að því að byggja upp nýja kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins.myndir/Nordicphotos/AFPForsetinn fyrrverandi virðist hafa nokkuð til síns máls þar. O‘Rourke safnaði þannig meira fé en nokkur annar frambjóðandi í þingkosningunum. Á endanum munaði aðeins 2,6 prósentustigum á honum og Cruz. „Það sem mér líkaði við framboð hans var að maður hafði ekki á tilfinningunni að hún væri ekki sífellt mæld eftir könnunum. Það var eins og hann byggði yfirlýsingar sínar og afstöðu á því sem hann trúði, Manni fyndist að þannig ættu hlutirnir venjulega að virka. Því miður er það ekki þannig,“ sagði Obama um framboð O‘Rourke í viðtali fyrir skömmu. Obama er þó sagður hafa hitt fleiri mögulega frambjóðendur demókrata, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forvalinu árið 2016, og Mitch Landrieu, fyrrverandi borgarstjóra New Orleans. Þá afþakkaði O‘Rourke aðstoð Obama í kosningabaráttunni í haust. Hann er sagður hafa óttast að íbúum Texas að hann fengi utanaðkomandi fólk til að segja þeim hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Bandaríkin Tengdar fréttir Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Fundur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Betos O‘Rourke, þingmanns frá Texas, hefur gefið vangaveltum um að sá síðarnefndi hyggi á forsetaframboð byr undir báða vængi. O‘Rourke er sagður hafa verið hvattur til að há kosningabaráttu í anda vonar líkt og Obama gerði fyrir áratug. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri. Þannig hefur O‘Rourke verið á meðal efstu manna á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur flokksins fyrir kosningarnar árið 2020. Washington Post segir að O‘Rourke hafi fundað með Obama á skrifstofu forsetans fyrrverandi í Washington-borg um miðjan nóvember, tíu dögum eftir þingkosningarnar. Talsmenn Obama og O‘Rourke neituðu að tjá sig um hvað þeim fór á milli. Fyrrverandi aðstoðarmenn Obama hafi hvatt O‘Rourke til að bjóða sig fram í sama anda og Obama gerði á sínum tíma. Eitt helsta slagorð Obama þá var „von“. Í kosningabaráttunni sór O‘Rourke að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta árið 2020. Eftir ósigurinn hefur hann gefið framboði undir fótinn en sagst þurfa að ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður. Opinberlega hefur Obama virst jákvæður í garð O‘Rourke. Hann hefur meðal annars sagt að þingmaðurinn frá Texas minni hann á sig sjálfan. Hann væri einn fárra stjórnmálamanna sem gætu náð til fjölbreytt hóps kjósenda í sífellt klofnara samfélagi.Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna að því að byggja upp nýja kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins.myndir/Nordicphotos/AFPForsetinn fyrrverandi virðist hafa nokkuð til síns máls þar. O‘Rourke safnaði þannig meira fé en nokkur annar frambjóðandi í þingkosningunum. Á endanum munaði aðeins 2,6 prósentustigum á honum og Cruz. „Það sem mér líkaði við framboð hans var að maður hafði ekki á tilfinningunni að hún væri ekki sífellt mæld eftir könnunum. Það var eins og hann byggði yfirlýsingar sínar og afstöðu á því sem hann trúði, Manni fyndist að þannig ættu hlutirnir venjulega að virka. Því miður er það ekki þannig,“ sagði Obama um framboð O‘Rourke í viðtali fyrir skömmu. Obama er þó sagður hafa hitt fleiri mögulega frambjóðendur demókrata, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forvalinu árið 2016, og Mitch Landrieu, fyrrverandi borgarstjóra New Orleans. Þá afþakkaði O‘Rourke aðstoð Obama í kosningabaráttunni í haust. Hann er sagður hafa óttast að íbúum Texas að hann fengi utanaðkomandi fólk til að segja þeim hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40