Obama og ný vonarstjarna demókrata stungu saman nefjum Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 13:34 Framboð O'Rourke í Texas vakti athygli á landsvísu og er hann nú talinn líklegur forsetaframbjóðandi árið 2020. Vísir/EPA Fundur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Betos O‘Rourke, þingmanns frá Texas, hefur gefið vangaveltum um að sá síðarnefndi hyggi á forsetaframboð byr undir báða vængi. O‘Rourke er sagður hafa verið hvattur til að há kosningabaráttu í anda vonar líkt og Obama gerði fyrir áratug. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri. Þannig hefur O‘Rourke verið á meðal efstu manna á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur flokksins fyrir kosningarnar árið 2020. Washington Post segir að O‘Rourke hafi fundað með Obama á skrifstofu forsetans fyrrverandi í Washington-borg um miðjan nóvember, tíu dögum eftir þingkosningarnar. Talsmenn Obama og O‘Rourke neituðu að tjá sig um hvað þeim fór á milli. Fyrrverandi aðstoðarmenn Obama hafi hvatt O‘Rourke til að bjóða sig fram í sama anda og Obama gerði á sínum tíma. Eitt helsta slagorð Obama þá var „von“. Í kosningabaráttunni sór O‘Rourke að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta árið 2020. Eftir ósigurinn hefur hann gefið framboði undir fótinn en sagst þurfa að ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður. Opinberlega hefur Obama virst jákvæður í garð O‘Rourke. Hann hefur meðal annars sagt að þingmaðurinn frá Texas minni hann á sig sjálfan. Hann væri einn fárra stjórnmálamanna sem gætu náð til fjölbreytt hóps kjósenda í sífellt klofnara samfélagi.Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna að því að byggja upp nýja kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins.myndir/Nordicphotos/AFPForsetinn fyrrverandi virðist hafa nokkuð til síns máls þar. O‘Rourke safnaði þannig meira fé en nokkur annar frambjóðandi í þingkosningunum. Á endanum munaði aðeins 2,6 prósentustigum á honum og Cruz. „Það sem mér líkaði við framboð hans var að maður hafði ekki á tilfinningunni að hún væri ekki sífellt mæld eftir könnunum. Það var eins og hann byggði yfirlýsingar sínar og afstöðu á því sem hann trúði, Manni fyndist að þannig ættu hlutirnir venjulega að virka. Því miður er það ekki þannig,“ sagði Obama um framboð O‘Rourke í viðtali fyrir skömmu. Obama er þó sagður hafa hitt fleiri mögulega frambjóðendur demókrata, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forvalinu árið 2016, og Mitch Landrieu, fyrrverandi borgarstjóra New Orleans. Þá afþakkaði O‘Rourke aðstoð Obama í kosningabaráttunni í haust. Hann er sagður hafa óttast að íbúum Texas að hann fengi utanaðkomandi fólk til að segja þeim hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Bandaríkin Tengdar fréttir Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Fundur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Betos O‘Rourke, þingmanns frá Texas, hefur gefið vangaveltum um að sá síðarnefndi hyggi á forsetaframboð byr undir báða vængi. O‘Rourke er sagður hafa verið hvattur til að há kosningabaráttu í anda vonar líkt og Obama gerði fyrir áratug. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri. Þannig hefur O‘Rourke verið á meðal efstu manna á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur flokksins fyrir kosningarnar árið 2020. Washington Post segir að O‘Rourke hafi fundað með Obama á skrifstofu forsetans fyrrverandi í Washington-borg um miðjan nóvember, tíu dögum eftir þingkosningarnar. Talsmenn Obama og O‘Rourke neituðu að tjá sig um hvað þeim fór á milli. Fyrrverandi aðstoðarmenn Obama hafi hvatt O‘Rourke til að bjóða sig fram í sama anda og Obama gerði á sínum tíma. Eitt helsta slagorð Obama þá var „von“. Í kosningabaráttunni sór O‘Rourke að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta árið 2020. Eftir ósigurinn hefur hann gefið framboði undir fótinn en sagst þurfa að ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður. Opinberlega hefur Obama virst jákvæður í garð O‘Rourke. Hann hefur meðal annars sagt að þingmaðurinn frá Texas minni hann á sig sjálfan. Hann væri einn fárra stjórnmálamanna sem gætu náð til fjölbreytt hóps kjósenda í sífellt klofnara samfélagi.Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna að því að byggja upp nýja kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins.myndir/Nordicphotos/AFPForsetinn fyrrverandi virðist hafa nokkuð til síns máls þar. O‘Rourke safnaði þannig meira fé en nokkur annar frambjóðandi í þingkosningunum. Á endanum munaði aðeins 2,6 prósentustigum á honum og Cruz. „Það sem mér líkaði við framboð hans var að maður hafði ekki á tilfinningunni að hún væri ekki sífellt mæld eftir könnunum. Það var eins og hann byggði yfirlýsingar sínar og afstöðu á því sem hann trúði, Manni fyndist að þannig ættu hlutirnir venjulega að virka. Því miður er það ekki þannig,“ sagði Obama um framboð O‘Rourke í viðtali fyrir skömmu. Obama er þó sagður hafa hitt fleiri mögulega frambjóðendur demókrata, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forvalinu árið 2016, og Mitch Landrieu, fyrrverandi borgarstjóra New Orleans. Þá afþakkaði O‘Rourke aðstoð Obama í kosningabaráttunni í haust. Hann er sagður hafa óttast að íbúum Texas að hann fengi utanaðkomandi fólk til að segja þeim hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40