Enski boltinn

Segir engan jafn nálægt því að líkjast Ryan Giggs og Sané

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Leroy Sané á fullri ferð.
Leroy Sané á fullri ferð. vísir/getty
Stephen Warnock, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir Leroy Sané, leikmann Manchester City, vera hvað líkastur Ryan Giggs af öllum sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni í mörg ár.

Sané var frábær í 3-1 sigri Man. City gegn Bournemouth um helgina þar sem að hann lagði upp eitt mark og hann skoraði svo sjötta mark sitt á leiktíðinni í 2-1 sigri á Watford í fyrrakvöld.

Þessi 22 ára gamli Þjóðverji hefur heillað með hraða sínum og tækni en hann er í heildina búinn að skora sex mörk og leggja upp önnur fimm í fyrstu fimmtán umferðum deildarinnar.

„Leroy Sané er hvað líkastur Ryan Giggs af öllum leikmönnum úrvalsdeildarinnar sem ég hef séð í mörg ár. Hann getur bara skíðað framhjá leikmönnum og hefur ekkert fyrir því,“ segir Warnock í Football Centre.

„Ég elska svona gamaldags vængmenn. Hann minnir mig á þegar Arsenal var með kantmenn eins og Marc Overmars. Fyrst Manchester City er svona mikið með boltann getur hann haldið breidinni og farið einn á einn. Þetta lið er stórhættulegt,“ segir Stephen Warnock.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×