Enski boltinn

Segir engan jafn nálægt því að líkjast Ryan Giggs og Sané

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Leroy Sané á fullri ferð.
Leroy Sané á fullri ferð. vísir/getty

Stephen Warnock, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir Leroy Sané, leikmann Manchester City, vera hvað líkastur Ryan Giggs af öllum sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni í mörg ár.

Sané var frábær í 3-1 sigri Man. City gegn Bournemouth um helgina þar sem að hann lagði upp eitt mark og hann skoraði svo sjötta mark sitt á leiktíðinni í 2-1 sigri á Watford í fyrrakvöld.

Þessi 22 ára gamli Þjóðverji hefur heillað með hraða sínum og tækni en hann er í heildina búinn að skora sex mörk og leggja upp önnur fimm í fyrstu fimmtán umferðum deildarinnar.

„Leroy Sané er hvað líkastur Ryan Giggs af öllum leikmönnum úrvalsdeildarinnar sem ég hef séð í mörg ár. Hann getur bara skíðað framhjá leikmönnum og hefur ekkert fyrir því,“ segir Warnock í Football Centre.

„Ég elska svona gamaldags vængmenn. Hann minnir mig á þegar Arsenal var með kantmenn eins og Marc Overmars. Fyrst Manchester City er svona mikið með boltann getur hann haldið breidinni og farið einn á einn. Þetta lið er stórhættulegt,“ segir Stephen Warnock.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.