Enski boltinn

Sjáðu klaufamörkin sem United gaf og glæsilega endurkomu Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marcos Rojo spilaði sínar fyrstu mínútur á tímabilinu og gaf ótrúlega klaufalegt mark.
Marcos Rojo spilaði sínar fyrstu mínútur á tímabilinu og gaf ótrúlega klaufalegt mark. vísir/getty

Manchester United og Arsenal buðu upp á skemmtilegan leik í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en þau skildu jöfn, 2-2, á Old Trafford.

Arsenal komst í tvígang yfir þökk sé silfurbakka heimamanna en mörkin voru borin fram á einum slíkum. David De Gea gaf Shkrodan Mustafi fyrra markið og Marcos Rojo gaf Aleandre Lacazette það síðara.

Anthony Martial og Jesse Lingard jöfnuðu metin fyrir United í sitthvorum hálfleiknum en United er nú aðeins búið að vinna einn leik af síðustu fimm í deildinni.

Liverpool heldur aftur á móti í við Manchester City en liðið lagði Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í Burnley á útivelli í gærkvöldi, 3-1. Chelsea fatast aftur á móti flugið en liðið tapaði, 2-1, í gærkvöldi fyrir nýliðum Úlfanna.

Jóhann Berg átti þátt í marki Burnley sem komst yfir, 1-0, á 54. mínútu en gestirnir tryggðu sér sigurinn með mörkum frá James Milner, Roberto Firmino og Xherdan Shaqriri á síðustu 20 mínútum leiksins.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar misstu svo af tveimur stigum þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli en Gylfi átti þátt í marki Everton og klúðraði algjöru dauðafæri.

Þá vann Tottenham 3-1 sigur á Southampton á heimavelli og Leicester og Fulham gerðu 1-1 jafntefli.

Manchester United - Arsenal 2-2

Burnley - Liverpool 1-3

Wolves - Chelsea 1-2

Everton - Newcastle 1-1

Tottenham - Southampton 3-1

Fulham - Leicester 1-1


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.