Enski boltinn

Sjáðu klaufamörkin sem United gaf og glæsilega endurkomu Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marcos Rojo spilaði sínar fyrstu mínútur á tímabilinu og gaf ótrúlega klaufalegt mark.
Marcos Rojo spilaði sínar fyrstu mínútur á tímabilinu og gaf ótrúlega klaufalegt mark. vísir/getty
Manchester United og Arsenal buðu upp á skemmtilegan leik í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en þau skildu jöfn, 2-2, á Old Trafford.

Arsenal komst í tvígang yfir þökk sé silfurbakka heimamanna en mörkin voru borin fram á einum slíkum. David De Gea gaf Shkrodan Mustafi fyrra markið og Marcos Rojo gaf Aleandre Lacazette það síðara.

Anthony Martial og Jesse Lingard jöfnuðu metin fyrir United í sitthvorum hálfleiknum en United er nú aðeins búið að vinna einn leik af síðustu fimm í deildinni.

Liverpool heldur aftur á móti í við Manchester City en liðið lagði Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í Burnley á útivelli í gærkvöldi, 3-1. Chelsea fatast aftur á móti flugið en liðið tapaði, 2-1, í gærkvöldi fyrir nýliðum Úlfanna.

Jóhann Berg átti þátt í marki Burnley sem komst yfir, 1-0, á 54. mínútu en gestirnir tryggðu sér sigurinn með mörkum frá James Milner, Roberto Firmino og Xherdan Shaqriri á síðustu 20 mínútum leiksins.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar misstu svo af tveimur stigum þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli en Gylfi átti þátt í marki Everton og klúðraði algjöru dauðafæri.

Þá vann Tottenham 3-1 sigur á Southampton á heimavelli og Leicester og Fulham gerðu 1-1 jafntefli.

Manchester United - Arsenal 2-2
Burnley - Liverpool 1-3
Wolves - Chelsea 1-2
Everton - Newcastle 1-1
Tottenham - Southampton 3-1
Fulham - Leicester 1-1

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×