Innlent

Lögreglan rannsakar enn fall Sunnu Elvíru

Birgir Olgeirsson skrifar
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lamaðist til lífstíðar á heimili sínu á Spáni síðastliðinn vetur.
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lamaðist til lífstíðar á heimili sínu á Spáni síðastliðinn vetur. Ísland í dag.
Rannsókn lögreglu á falli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur á heimili hennar á Spáni í vetur er enn í gangi. Sunna Elvíra lamaðist til lífstíðar eftir að hafa fallið um fjóra metra á heimili hennar og þáverandi eiginmanns hennar Sigurðar Kristinssonar í Málaga.Þegar fyrst var greint frá rannsókn lögreglu var greint frá því að markmið rannsóknarinnar væri að finna út hvort að Sigurður hefði átt þátt í fallinu.Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði rannsóknina enn í gangi en sagðist ekki geta tjáð sig frekar við fjölmiðla um hana. Rannsóknin er unnin í samstarfi við lögregluna á Spáni þar sem fallið átti sér stað á Málaga.Í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku sagðist Sunna Elvíra hafa gefist upp á að reyna að komast að því hvað kom fyrir daginn örlagaríka sem hún féll fram af svölunum á heimili þeirra.Sagði Sunna að minnið væri ekki til staðar, hún muni illa hvað gerðist dagana á undan og eftir slysið.Hún sagðist hafa reynt að endurheimta minningarnar með aðstoð sálfræðings án árangurs og ákvað að láta þar við sitja.Sigurður er nú fyrir dómstólum þar sem hann er ákærður ásamt öðrum fyrir innflutning fíkniefna frá Spáni til Íslands í skákmunum. Þau skildu skömmu eftir að málið komst upp og sagði Sunna í Íslandi í dag að það hefði verið sameiginleg ákvörðun.Hún sagði að það hefði verið ljóst nokkuð snemma að leiðir þeirra myndu skilja en skrefin inn á skrifstofu sýslumanns til að ganga frá skilnaðinum hefðu þó verið þung og erfið.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.