Sunna lítur á björtu hliðarnar: „Koma samt dagar þar sem ég græt bara af vonleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2018 15:00 Í dag býr Sunna í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. Atburðarásin var um margt reifarakennd, en Sunna dvaldi á sjúkrahúsi syðra um nokkra hríð áður en hún var flutt hingað til lands í apríl. Í dag býr hún í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Hún segir að nýr veruleiki sé að einhverju leyti enn að síast inn, en einn tiltekinn dagur suður í Sevilla er henni sérstaklega minnistæður. Sá spegilmyndina í glugganum „Ég fór með mömmu minni í göngutúr af spítalanum og hún rúllaði mér framhjá búðarglugga. Ég sé spegilmyndina mína í glugganum þegar við erum að fara framhjá og ég sé mig í hjólastólnum. Það var í rauninni eitt fyrsta skiptið sem ég sé mig í stólnum. Þá einhvern veginn rann upp fyrir mér, já, þetta er ég. Þetta er nýja ég, ég er stelpan í hjólastólnum.“Sunna með dóttur sinni.Sunna lauk endurhæfingu á Grensási í júní, en stundar enn styrktaræfingar og sund af fullum krafti. „Það er svona frelsistilfinning sem fylgir því að vera bara í lauginni og vera laus við stólinn í smá stund. Mér finnst ég hafa meira vald á líkamanum,“ segir Sunna.Búin að upplifa allan tilfinningaskalann Sunna kveðst fljótt hafa ákveðið að tækla nýjar aðstæður á jákvæðninni, enda ekkert sem hún gat gert til að breyta því sem gerst hafði. Hún viðurkennir þó að það sé misauðvelt að horfa á björtu hliðarnar. „Það auðvitað koma dagar þar sem ég er vonsvikin og leið. Ég er búin að upplifa allan tilfinningaskalann, en góðu dagarnir eru miklu fleiri en þeir slæmu. Það kemur alveg einn dagur inn á milli þar sem ég er döpur og jafnvel græt bara af vonleysi þegar eitthvað gengur ekki upp. En lífið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Sunna. Sunna Elvira var heimsótt í Íslandi í dag í gær og meðal annars spurð út í daglegt líf, framtíðaráætlanir, skilnaðinn og slysið á Spáni. Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. Atburðarásin var um margt reifarakennd, en Sunna dvaldi á sjúkrahúsi syðra um nokkra hríð áður en hún var flutt hingað til lands í apríl. Í dag býr hún í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Hún segir að nýr veruleiki sé að einhverju leyti enn að síast inn, en einn tiltekinn dagur suður í Sevilla er henni sérstaklega minnistæður. Sá spegilmyndina í glugganum „Ég fór með mömmu minni í göngutúr af spítalanum og hún rúllaði mér framhjá búðarglugga. Ég sé spegilmyndina mína í glugganum þegar við erum að fara framhjá og ég sé mig í hjólastólnum. Það var í rauninni eitt fyrsta skiptið sem ég sé mig í stólnum. Þá einhvern veginn rann upp fyrir mér, já, þetta er ég. Þetta er nýja ég, ég er stelpan í hjólastólnum.“Sunna með dóttur sinni.Sunna lauk endurhæfingu á Grensási í júní, en stundar enn styrktaræfingar og sund af fullum krafti. „Það er svona frelsistilfinning sem fylgir því að vera bara í lauginni og vera laus við stólinn í smá stund. Mér finnst ég hafa meira vald á líkamanum,“ segir Sunna.Búin að upplifa allan tilfinningaskalann Sunna kveðst fljótt hafa ákveðið að tækla nýjar aðstæður á jákvæðninni, enda ekkert sem hún gat gert til að breyta því sem gerst hafði. Hún viðurkennir þó að það sé misauðvelt að horfa á björtu hliðarnar. „Það auðvitað koma dagar þar sem ég er vonsvikin og leið. Ég er búin að upplifa allan tilfinningaskalann, en góðu dagarnir eru miklu fleiri en þeir slæmu. Það kemur alveg einn dagur inn á milli þar sem ég er döpur og jafnvel græt bara af vonleysi þegar eitthvað gengur ekki upp. En lífið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Sunna. Sunna Elvira var heimsótt í Íslandi í dag í gær og meðal annars spurð út í daglegt líf, framtíðaráætlanir, skilnaðinn og slysið á Spáni.
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning