Íslenski boltinn

Theódór Elmar spilaði með KR í sigri á Stjörnunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elmar í Kórnum í gær.
Elmar í Kórnum í gær. mynd/twitter-síða kr

Theódór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði KR í gær sem vann 4-2 sigur á Stjörnunni í Bose-bikarnum er liðin mættust í Kórnum. Hann spilaði í 75 mínútur.

Elmar, eins og hann er oftast kallaður, er nú án félags eftir að hafa fengið sig lausan frá tyrkneska B-deildarliðinu Elazığspor en Elmar hafði ekki fengið greidd laun í marga mánuði.

Hann er uppalinn KR-ingur og hefur hann sagt að ef hann muni spila á Íslandi þá verði það með sínu uppeldisfélagi en einnig er hann opinn fyrir því að spila erlendis.

Hann var að minnsta kosti í byrjunarliði KR í gær sem vann 3-1 sigur á Stjörnunni í Bose-bikarnum en með sigrinum er KR komið í úrslitaleik mótsins.

Björgvin Stefánsson kom KR yfir á þriðju mínútu leiksins en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik og 1-1 í hálfleik.

Pálmi Rafn Pálmason kom KR yfir í upphafi síðari hálfleiks og hann var aftur á ferðinni skömmu síðar með annað mark sitt og þriðja mark KR.

Stjarnan minnkaði muninn á 67. mínútu en tíu mínútum fyrir leikslok kom Óskar Örn Hauksson KR í 4-2 með þrumufleyg sem urðu lokatölur leiksins.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.