Íslenski boltinn

Theodór Elmar útilokar ekki að spila með KR í sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Theodór Elmar Bjarnason
Theodór Elmar Bjarnason S2 Sport

Íslenski landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason spilaði æfingaleik með uppeldisfélagi sínu KR í gær. Hann hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann spili á Íslandi í sumar.

„Ég er í fínu standi og er bara þakklátur fyrir að þeir leyfi mér að taka þátt. Svo er aldrei að vita nema það verði eitthvað úr því,“ sagði Theodór Elmar við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Landsliðsmaðurinn er laus allra mála hjá liði sínu Elazigspor í tyrknesku B-deildinni þar sem hann fékk ekki greitt fyrir tíma sinn.

Hann er með nokkur tilboð frá öðrum liðum í b-deildinni í Tyrklandi en útilokar ekki að hann snúi heim til Íslands og spili með KR í Pepsideildinni.

Viðtalið má sjá hér að neðan.

Klippa: Theodór Elmar útilokar ekki að spila með KRAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.