Íslenski boltinn

Garðar: Komið að kaflaskiptum á mínum ferli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Garðar Gunnlaugsson
Garðar Gunnlaugsson S2 Sport

Markahrókurinn Garðar Gunnlaugsson samdi í gær við Íslandsmeistara Vals og mun spila með liðinu í Pepsideild karla næsta sumar.

Garðar lék með Val frá 2004-2006 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Eftir að hann snéri heim úr atvinnumennskunni hefur hann spilað með uppeldisfélaginu ÍA.

Í haust gaf Garðar út að hann ætlaði að flytja sig yfir í lið á höfuðborgarsvæðinu, en afhverju varð Valur fyrir valinu?

„Þetta er náttúrulega bara besta félagið á landinu og minn gamli klúbbur,“ sagði Garðar við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Mér finnst gaman að fá nýja áskorun á ferlinum, mér líður eins og ég sé mörgum árum yngri að æfa með þessum strákum.“

En var ekki erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið?

„Jú, það er alltaf erfitt. Fólkið þekkir söguna mína á Skaganum og ég er alltaf bundinn þeim í hjartanu en það var komið að kaflaskiptum á mínum ferli.“

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.

Klippa: Garðar: Komið að kaflaskiptumAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.