Erlent

Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Navalny á flugvellinum í morgun.
Navalny á flugvellinum í morgun. AP/AFPS
Stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið meinað að yfirgefa Rússland. Hann var stöðvaður á flugvelli í Moskvu í morgun þegar hann var á leið til Frakklands. Landamæraverðir sögðu dómstóla hafa sett hann í farbann.

Ástæða þess að Navalny var á leið til Frakklands er að hann ætlaði að fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins í máli sem Navalny höfðaði gegn yfirvöldum Rússlands. Navalny hefur margsinnis verið fangelsaður í Rússlandi og hefur hann sakaði yfirvöld um að fangelsa hann ítrekað í pólitískum tilgangi. Aðalmeðferðin fer fram í Strasbourg á fimmtudaginn.

Navalny sagði frá þessu á Twitter og lögmaður hans birti mynd af úrskurðinum sem landamæraverðir afhentu honum. Engin dagsetning var á blaðinu og þar að auki segir lögmaðurinn að þar séu rangfærslur og ýmis smáatriði vanti.

AP fréttaveitan segir að tvær ákærur rússneska ríkisins hafi áður komið í veg fyrir að hann gæti farið frá Rússlandi. Bannið var þó fellt niður í fyrra svo hann gæti sóst eftir aðstoða lækna á Spáni vegna veikinda.

Navalny hefur risið á sjónarsvið stjórnmála í Rússlandi vegna rannsókna hans á spillingu í Rússlandi og hefur hann jafnvel boðið sig fram til forseta gegn Pútín í kosningum sem haldnar voru í mars. Honum var þó meinað að taka þátt þar sem hann var dæmdur fyrir spillingu. Hann segir dóminn gegn sér vera pólitískan. 



Hér má sjá tíst Ivan Zhadanov, lögmanns Navalny og tíst frá Navalny sjálfum.


Tengdar fréttir

Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota

Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×