Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. Fjárlög næsta árs koma til annarar umræðu á Alþingi á morgun en í áliti fjárlaganefndar sem meirihlutinn lagði fram í gær eru gerðar all nokkrar breytingar á frumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ásamt fleiri stjórnarandstöðuþingmönnum að til að mynda ætti að lækka viðbótarframlög til málefna öryrkja, en þau áttu að verða 4 milljarðar á næsta ári. „En með einu pennastriki í gær verða þessir fjórir milljarðar að 2,9 milljörðum. Þetta stendur svart á hvítu í plöggum ráðherrans. Annað er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur ráðherrans í anda Yes Prime Minister þáttanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Stjórnarandstaðan beindi spjótum sínum að fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna þeirra breytinga sem stjórnarmeirihlutinn boðar á fjárlagafrumvarpinu. Stjórnarandstaðan vildi meina að ríkisstjórnin væri að ganga á bak orða sinna til dæmis varðandi loforð til öryrkja og eldri borgara. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum. „Nei, hún er ekki að gera það. Það er ennþá verið að bæta í alla málaflokka. Við erum að bregðast við og reikna upp ákveðnar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Það verður aðeins meiri verðbólga á næsta ári. Við þurfum að taka tillit til þess,“ sagði Bjarni. Meðal annars til að ná markmiðinu um afgang á fjárlögum upp á eitt prósent af landsframleiðslu.Keyptu ekki rök fjármálaráðherraEn stjórnarandstaðan keypti ekki þessi rök í fyrirspurnartímanum í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði samtök öryrkja hafa haft fulla ástæðu, miðað við yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni, til að ætla að hægt hefði verið að ráðstafa þessum fjórum milljörðum til að bæta hag öryrkja. „Króna á móti krónu skerðing festir öryrkja í fátækragildur og hamlar meðal annars þeim sem geta fráþví að vinna og bæta sín kjör,“ sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir sex milljarða króna fara til málefna öryrkja á næsta ári. En af þeim hafi fjórir verið vegna kerfisbreytinga sem vandséð væri að nái fram fyrr en áöðrum ársfjórðungi næsta árs. „Þannig að það er engu verið að breyta varðandi áform um áframhaldandi stuðning þar. Við erum með rétt um fimm milljarða sem við ætlum að bæta í þann málaflokk. Allt tal um niðurskurð er bara á misskilningi byggt,“ segir fjármálaráðherra. Sumir fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu líka að framlög til nýbygginga á Landsspítalalóðinni verði fimm milljarðar en ekki 7,5 eins og upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þar er bara verið að horfast í augu við staðreyndir. Við erum aðeins á eftir áætlun varðandi framkvæmdatímann og erum í fjárlagafrumvarpinu bara að áætla hvað þurfi í fjárheimildir á næsta ári miðað við stöðu framkvæmdanna eins og hún blasir við okkur. En það sem stendur upp úr þegar allar þessar tölur eru lagðar saman er rúmlega fjögurra prósenta aukning ríkisútgjalda í þessa málaflokka okkar sem við köllum rammasett útgjöld,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Heilbrigðismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. Fjárlög næsta árs koma til annarar umræðu á Alþingi á morgun en í áliti fjárlaganefndar sem meirihlutinn lagði fram í gær eru gerðar all nokkrar breytingar á frumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ásamt fleiri stjórnarandstöðuþingmönnum að til að mynda ætti að lækka viðbótarframlög til málefna öryrkja, en þau áttu að verða 4 milljarðar á næsta ári. „En með einu pennastriki í gær verða þessir fjórir milljarðar að 2,9 milljörðum. Þetta stendur svart á hvítu í plöggum ráðherrans. Annað er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur ráðherrans í anda Yes Prime Minister þáttanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Stjórnarandstaðan beindi spjótum sínum að fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna þeirra breytinga sem stjórnarmeirihlutinn boðar á fjárlagafrumvarpinu. Stjórnarandstaðan vildi meina að ríkisstjórnin væri að ganga á bak orða sinna til dæmis varðandi loforð til öryrkja og eldri borgara. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum. „Nei, hún er ekki að gera það. Það er ennþá verið að bæta í alla málaflokka. Við erum að bregðast við og reikna upp ákveðnar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Það verður aðeins meiri verðbólga á næsta ári. Við þurfum að taka tillit til þess,“ sagði Bjarni. Meðal annars til að ná markmiðinu um afgang á fjárlögum upp á eitt prósent af landsframleiðslu.Keyptu ekki rök fjármálaráðherraEn stjórnarandstaðan keypti ekki þessi rök í fyrirspurnartímanum í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði samtök öryrkja hafa haft fulla ástæðu, miðað við yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni, til að ætla að hægt hefði verið að ráðstafa þessum fjórum milljörðum til að bæta hag öryrkja. „Króna á móti krónu skerðing festir öryrkja í fátækragildur og hamlar meðal annars þeim sem geta fráþví að vinna og bæta sín kjör,“ sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir sex milljarða króna fara til málefna öryrkja á næsta ári. En af þeim hafi fjórir verið vegna kerfisbreytinga sem vandséð væri að nái fram fyrr en áöðrum ársfjórðungi næsta árs. „Þannig að það er engu verið að breyta varðandi áform um áframhaldandi stuðning þar. Við erum með rétt um fimm milljarða sem við ætlum að bæta í þann málaflokk. Allt tal um niðurskurð er bara á misskilningi byggt,“ segir fjármálaráðherra. Sumir fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu líka að framlög til nýbygginga á Landsspítalalóðinni verði fimm milljarðar en ekki 7,5 eins og upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þar er bara verið að horfast í augu við staðreyndir. Við erum aðeins á eftir áætlun varðandi framkvæmdatímann og erum í fjárlagafrumvarpinu bara að áætla hvað þurfi í fjárheimildir á næsta ári miðað við stöðu framkvæmdanna eins og hún blasir við okkur. En það sem stendur upp úr þegar allar þessar tölur eru lagðar saman er rúmlega fjögurra prósenta aukning ríkisútgjalda í þessa málaflokka okkar sem við köllum rammasett útgjöld,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Heilbrigðismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira