Erlent

Gera örvæntingafulla tilraun til að bjarga norskri freigátu eftir árekstur

Atli Ísleifsson skrifar
Á myndum má sjá að mikið gat er á freigátunni og slagsíða á skipinu.
Á myndum má sjá að mikið gat er á freigátunni og slagsíða á skipinu. AP/Marit Hommedal

Átta manns slösuðust lítillega þegar tvö skip rákust saman í Hörðalandi í morgun. Talsmaður norska hersins segir að freigátan KNM Helge Ingstad og olíuflutningaskipið Sola TS hafi rekist saman. Á myndum má sjá að mikið gat er á freigátunni og slagsíða á skipinu.

NRK  greinir frá því að norski herinn geri nú örvæntingarfulla tilraun til að bjarga skipinu. Alls voru 137 manns um borð í freigátunni og er búið að koma þeim öllum frá borði. Áreksturinn varð klukkan 4:26 að staðartíma í nótt, eða 3:26 að íslenskum tíma.

Norskir fjölmiðlar segja að dráttarbátur hafi einnig átt þátt í árekstrinum. 25 manns voru um borð í olíuflutningaskipinu Sola TS frá Möltu og hefur þeim sömuleiðis verið komið frá borði.

625 þúsund lítrar olíu voru um borð í Sola TS þegar það lagði úr höfn við Stureterminalen og hafa um 10 þúsund lítrar olíu lekið úr skipinu.

Skjáskot af NRK

Tók þátt í NATO-æfingunni
Freigátan KNM Helge Ingstad hefur að undanförnu tekið þátt í Trident Juncture 18, æfingu NATO í Noregi sem staðið hefur síðan 25. september síðastliðinn og lýkur í dag. Trident Juncture er stærsta heræfing NATO frá árinu 1990 þar sem rúmlega 50 þúsund hermenn frá 31 aðildarríki NATO og samstarfsríkja taka þátt. Sextíu skip hafa tekið þátt í æfingunni.

Freigátan KNM Helge Ingstad varð hluti norska sjóhersins árið 2009 og hefur meðal annars verið notuð til að koma efnavopnum frá Sýrlandi á árunum 2013 til 2014. Freigátan er 134 metra löng, 16,8 metra breið 32 metrar á hæð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.