Íslenski boltinn

Guðjón Pétur farinn frá Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón í leik með Val á síðasta ári.
Guðjón í leik með Val á síðasta ári. vísir/ernir

Guðjón Pétur Lýðsson mun ekki leika áfram með Íslandsmeisturum Vals félagið staðfesti þetta í yfirlýsingu nú undir kvöld.

Guðjón Pétur hefur verið ósáttur með sinn spiltíma og var nærri því búinn að yfirgef Val í sumar en kláraði svo tímabilið. Valur varð Íslandsmeistari annað árið í röð.

Guðjón hefur verið í herbúðum Vals frá því 2015 en einnig lék hann með liðinu sumrin 2011 og 2012. Þar á milli lék hann með Blikum en Guðjón hefur verið einn öflugasti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár.

Ekki er vitað hvert Guðjón fer en hann er nú laus allra mála. Reikna má með að hann semji við lið á allra næstu vikum en barist verður líklega um Álftnesinginn.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.