Erlent

Leit lögreglu talin lögbrot

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Norska lögreglan fór með fíkniefnahund í skóla.
Norska lögreglan fór með fíkniefnahund í skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON brink

Lagaprófessor við Háskólann í Björgvin í Noregi telur að heimsókn lögreglu með fíkniefnahund í framhaldsskóla nýverið hafi verið lögbrot.

Árið 2013 hótaði samband framhaldsskólanema að höfða mál til að stöðva slíkar heimsóknir. Þá lofaði dómsmálaráðuneytið að þeim skyldi hætt.

Með heimsókninni nú ætlaði lögreglan að sýna nemendum hvernig leit með fíkniefnahundi færi fram. Í kjölfar viðbragða hundsins voru tveir nemendur handteknir og hafa þeir nú verið kærðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.