Viðurkennir að hafa orðið um hundrað sjúklingum að bana Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2018 12:28 Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári. Getty/David Hecker Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi hefur viðurkennt að hafa orðið hundrað sjúklingum sínum að bana. Réttarhöld í máli mannsins hófust í þýsku borginni Oldenburg í morgun. Saksóknarar segja hinn 41 árs Niels Högel hafa gefið sjúklingunum banvæna lyfjaskammta, en hann gerði þetta á tveimur sjúkrahúsum í norðurhluta Þýskalands þar sem hann starfaði. Saksóknarar segja ástæðu mannsins fyrir að gefa sjúklingum lyfjaskammtana, hafi verið að gangast í augun á samstarfsfólki með því að endurlífga sjúklinga sem hann hafði eitrað fyrir.Afplánar nú þegar lífstíðardóm Högel afplánar nú þegar lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sjúklungum að bana. Talið er að hann hafi banað alls 36 sjúklingum í Oldenburg og 64 í Delmenhorst á árunum 1999 til 2005. Þegar dómari spurði Högel í morgun hvort það sem fram kæmi í ákæru væri satt sagði Högel svo „nokkurn veginn“ vera.Mesti raðmorðingi eftirstríðsáranna Játningin gerir Högel að mesta raðmorðingja Þýskalands eftir síðari heimsstyrjöld. Talið er að hann kunni að hafa orðið fleirum að bana, en lík fjölda mögulegra fórnarlamba voru brennd og því ekki hægt að taka sýni úr líkamsleifum viðkomandi. Upp komst um Högel árið 2005 þegar hann hafði sprautað lyfjum, sem ekki höfðu verið skrifuð út, í sjúkling í Delmenhorst. Árið 2008 var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk svo lífstíðardóm árið 2015 eftir að hafa verið fundinn sekur um tvö manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Í kjölfarið var ákveðið að taka sýni úr líkamsleifum um 130 sjúklinga sem höfðu verið í hans umsjá. Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári. Þýskaland Tengdar fréttir Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36 Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Sjá meira
Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi hefur viðurkennt að hafa orðið hundrað sjúklingum sínum að bana. Réttarhöld í máli mannsins hófust í þýsku borginni Oldenburg í morgun. Saksóknarar segja hinn 41 árs Niels Högel hafa gefið sjúklingunum banvæna lyfjaskammta, en hann gerði þetta á tveimur sjúkrahúsum í norðurhluta Þýskalands þar sem hann starfaði. Saksóknarar segja ástæðu mannsins fyrir að gefa sjúklingum lyfjaskammtana, hafi verið að gangast í augun á samstarfsfólki með því að endurlífga sjúklinga sem hann hafði eitrað fyrir.Afplánar nú þegar lífstíðardóm Högel afplánar nú þegar lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sjúklungum að bana. Talið er að hann hafi banað alls 36 sjúklingum í Oldenburg og 64 í Delmenhorst á árunum 1999 til 2005. Þegar dómari spurði Högel í morgun hvort það sem fram kæmi í ákæru væri satt sagði Högel svo „nokkurn veginn“ vera.Mesti raðmorðingi eftirstríðsáranna Játningin gerir Högel að mesta raðmorðingja Þýskalands eftir síðari heimsstyrjöld. Talið er að hann kunni að hafa orðið fleirum að bana, en lík fjölda mögulegra fórnarlamba voru brennd og því ekki hægt að taka sýni úr líkamsleifum viðkomandi. Upp komst um Högel árið 2005 þegar hann hafði sprautað lyfjum, sem ekki höfðu verið skrifuð út, í sjúkling í Delmenhorst. Árið 2008 var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk svo lífstíðardóm árið 2015 eftir að hafa verið fundinn sekur um tvö manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Í kjölfarið var ákveðið að taka sýni úr líkamsleifum um 130 sjúklinga sem höfðu verið í hans umsjá. Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári.
Þýskaland Tengdar fréttir Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36 Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Sjá meira
Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36
Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00