Erlent

Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum

Atli Ísleifsson skrifar
Hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel er fjörtíu ára og starfaði á tveimur sjúkrahúsum, annars vegar í Oldenburg í og hins vegar í Delmenhorst í Neðra-Saxlandi.
Hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel er fjörtíu ára og starfaði á tveimur sjúkrahúsum, annars vegar í Oldenburg í og hins vegar í Delmenhorst í Neðra-Saxlandi. Vísir/AFP
Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið 84 sjúklinga sinna til viðbótar.

Hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel er fjörutíu ára og starfaði á tveimur sjúkrahúsum, annars vegar í Oldenburg í og hins vegar í Delmenhorst í Neðra-Saxlandi.

Var hann sakfelldur fyrir að hafa gefið sjúklingum of stóran skammt af lyfjum sem leiddi til hjartastopps. Í sumum tilvikum reyndi hann að endurlífga sjúklingana í þeim tilgangi að verða álitinn hetja í huga annars starfsfólks á sjúkrahúsunum.

Í réttarhöldunum 2015 viðurkenndi hjúkrunarfræðingurinn að hafa orðið mun fleiri sjúklingum að bana en þá var hægt að sanna. Nú hafa saksóknarar látið grafa upp á annað hundrað líka til að sannreyna hvað olli dauða viðkomandi. Talið er að hjúkrunarfræðingurinn kunni að hafa valið dauða mun fleiri, þar sem lík margra þeirra sjúklinga sem voru í umsjá hjúkrunarfræðingsins voru brennd.

Einnig verður réttað yfir tveimur fyrrverandi stjórnendum á sjúkrahúsunum þar sem þeir tilkynntu ekki um fjölda dauðsfalla á stofnununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×