Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 18:13 Bandaríkin hafa verið að auka umsvif flotans í Kyrrahafi. USS Ronald Reagan, skipið á myndinni, var ekki eitt þeirra sem siglt var um Taívan-sund. AP/Bullit Marquez Tveimur bandarískum herskipum var í dag siglt um Taívan-sund. Slíkar siglingar mæta verulegum mótmælum í Kína og er þó nokkur spenna á milli ríkjanna. Þá hefur spennan á milli Kína og Taívan sömuleiðis aukist að undanförnu Þetta var í annað sinn sem Bandaríkin senda herskip um svæðið. Í yfirlýsingu til Reuters sagði talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna að siglingum sem þessum væri ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Ferðum þessum hefur þó fjölgað að undanförnu „Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Nate Christensen. Bandaríkin eiga ekki í opinberum samskiptum við Taívan en ríkin eru þó með varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan nánast öll þeirra vopn. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Yfirvöld Kína hafa sett aukinn þrýsting á Taívan að undanförnu eftir að stjórnmálaflokkur sem styður sjálfstæðisyfirlýsingu tók við völdum þar árið 2016. Varnarmálaráðherra Kína, Wei Fenghe, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að Kínverjar hefðu áhyggjur af auknum samskiptum Bandaríkjanna og Taívan. Mattis sagði stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan vera óbreytta.Sjá einnig: Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltansÞað eru þó nokkur atriði sem hafa leitt til aukinnar spennu á milli Kína og Bandaríkjanna að undanförnu. Þar á meðal má nefna málefni Taívan, viðskiptadeilur ríkjanna, refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Kína vegna viðskipta þeirra við rússneskt fyrirtæki sem búið var að beita refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 og hernaðaruppbygging Kína í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp heilu eyjarnar, flotastöðvar og flugvelli og komið þar fyrir eldflaugum sem ætlað er að granda bæði flugvélum og skipum. Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Tveimur bandarískum herskipum var í dag siglt um Taívan-sund. Slíkar siglingar mæta verulegum mótmælum í Kína og er þó nokkur spenna á milli ríkjanna. Þá hefur spennan á milli Kína og Taívan sömuleiðis aukist að undanförnu Þetta var í annað sinn sem Bandaríkin senda herskip um svæðið. Í yfirlýsingu til Reuters sagði talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna að siglingum sem þessum væri ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Ferðum þessum hefur þó fjölgað að undanförnu „Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Nate Christensen. Bandaríkin eiga ekki í opinberum samskiptum við Taívan en ríkin eru þó með varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan nánast öll þeirra vopn. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Yfirvöld Kína hafa sett aukinn þrýsting á Taívan að undanförnu eftir að stjórnmálaflokkur sem styður sjálfstæðisyfirlýsingu tók við völdum þar árið 2016. Varnarmálaráðherra Kína, Wei Fenghe, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að Kínverjar hefðu áhyggjur af auknum samskiptum Bandaríkjanna og Taívan. Mattis sagði stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan vera óbreytta.Sjá einnig: Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltansÞað eru þó nokkur atriði sem hafa leitt til aukinnar spennu á milli Kína og Bandaríkjanna að undanförnu. Þar á meðal má nefna málefni Taívan, viðskiptadeilur ríkjanna, refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Kína vegna viðskipta þeirra við rússneskt fyrirtæki sem búið var að beita refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 og hernaðaruppbygging Kína í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp heilu eyjarnar, flotastöðvar og flugvelli og komið þar fyrir eldflaugum sem ætlað er að granda bæði flugvélum og skipum.
Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49
Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33
Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37
Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24