Erlent

Stóðst atkvæðagreiðslu um vantraust

Atli Ísleifsson skrifar
Boyko Borissov hefur gegnt embætti forsætisráðherra landsins frá maímánuði 2017.
Boyko Borissov hefur gegnt embætti forsætisráðherra landsins frá maímánuði 2017. Getty/Pier Marco Tacca
Ríkisstjórn Búlgaríu hefur staðist atkvæðagreiðslu í þinginu um vantraust. 133 þingmenn af 240 greiddu atkvæði með ríkisstjórninni, en alls greiddu 99 þingmenn atkvæði gegn.

Atkvæðagreiðslan var sú þriðja gegn núsitjandi mið- og hægristjórn landsins undir stjórn forsætisráðherrans Boyko Borissov.

Sósíalistaflokkur landsins lagði fram tillöguna, en þingmenn flokksins saka ríkisstjórnina um að hafa mistekist að taka á þeim vanda sem heilbrigðiskerfi landsins stendur frammi fyrir.

Boyko Borissov hefur gegnt embætti forsætisráðherra landsins frá maímánuði 2017. Hann var einnig forsætisráðherra á árunum 2009 til 2013 og svo aftur frá 2014 til janúarmánaðar 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×