Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 12:06 Nokkrir meintra morðingja Khashoggi eru sagðir tengjast Mohammed bin Salman krónprins. Sádar hafa reynt að fjarlægja prinsinn morðinu af fremsta megni. Vísir/EPA Saksóknari í Sádi-Arabíu segir að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur að „yfirlögðu ráði“. Vísar hann til vísbendinga sem sameiginlegur starfshópur Tyrkja og Sáda hafi fundið við rannsókn á morðinu. Þá eru saksóknarar sagðir yfirheyra grunaða menn. Sádar hafa orðið margsaga um dauða Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í Tyrklandi 2. október. Upphaflega neituðu þeir að hafa komið nærri dauða blaðamannsins og fullyrtu að hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Rúmum tveimur vikum síðar viðurkenndu þeir loks að Khashoggi hefði látið lífið en þá í átökum við hóp manna sem hann hitti á skrifstofunni. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði svo um helgina að Khashoggi hefði verið myrtur en þeir sem bæru ábyrgð hefðu ekki gert það í umboði stjórnvalda í Ríad. Nú hefur ríkisfjölmiðill Sádi-Arabíu eftir ríkissaksóknara þar að Khashoggi hafi vissulega verið myrtur að yfirlögðu ráði. Sú yfirlýsing er nær því sem tyrknesk yfirvöld hafa sagt um að fimmtán manna teymi sem var sent frá Sádi-Arabíu hafi pyntað og myrt Khashoggi og síðan bútað líka hans niður.New York Times segir að þessi nýjasta breyting á opinberri afstöðu sádiarabískra yfirvalda sé til þess fallin að vekja enn frekari efasemdir um skýringar þeirra á dauða Khashoggi.Líkið enn ekki komið í leitirnar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi landsins, hefur sterklega verið bendlaður við að hafa skipað fyrir um morðið. Hann hefur heitið því að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Sádar hafa handtekið átján manns og tveir ráðgjafar krónprinsins hafa verið reknir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn hefur ekkert bólað á líki Khashoggi. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu sína um að hann hafi látið lífið á ræðisskrifstofunni hafa Sádar engar skýringar getað gefið á því hvað varð um líkið. Tyrkir eru sagðir búa yfir upptökum af morðinu á Khashoggi. Greint var frá því í morgun að Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefði fengið að hlýða á upptöku þegar hún heimsótti Tyrkland vegna dauða Khashoggi í vikunni. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Saksóknari í Sádi-Arabíu segir að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur að „yfirlögðu ráði“. Vísar hann til vísbendinga sem sameiginlegur starfshópur Tyrkja og Sáda hafi fundið við rannsókn á morðinu. Þá eru saksóknarar sagðir yfirheyra grunaða menn. Sádar hafa orðið margsaga um dauða Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í Tyrklandi 2. október. Upphaflega neituðu þeir að hafa komið nærri dauða blaðamannsins og fullyrtu að hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Rúmum tveimur vikum síðar viðurkenndu þeir loks að Khashoggi hefði látið lífið en þá í átökum við hóp manna sem hann hitti á skrifstofunni. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði svo um helgina að Khashoggi hefði verið myrtur en þeir sem bæru ábyrgð hefðu ekki gert það í umboði stjórnvalda í Ríad. Nú hefur ríkisfjölmiðill Sádi-Arabíu eftir ríkissaksóknara þar að Khashoggi hafi vissulega verið myrtur að yfirlögðu ráði. Sú yfirlýsing er nær því sem tyrknesk yfirvöld hafa sagt um að fimmtán manna teymi sem var sent frá Sádi-Arabíu hafi pyntað og myrt Khashoggi og síðan bútað líka hans niður.New York Times segir að þessi nýjasta breyting á opinberri afstöðu sádiarabískra yfirvalda sé til þess fallin að vekja enn frekari efasemdir um skýringar þeirra á dauða Khashoggi.Líkið enn ekki komið í leitirnar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi landsins, hefur sterklega verið bendlaður við að hafa skipað fyrir um morðið. Hann hefur heitið því að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Sádar hafa handtekið átján manns og tveir ráðgjafar krónprinsins hafa verið reknir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn hefur ekkert bólað á líki Khashoggi. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu sína um að hann hafi látið lífið á ræðisskrifstofunni hafa Sádar engar skýringar getað gefið á því hvað varð um líkið. Tyrkir eru sagðir búa yfir upptökum af morðinu á Khashoggi. Greint var frá því í morgun að Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefði fengið að hlýða á upptöku þegar hún heimsótti Tyrkland vegna dauða Khashoggi í vikunni.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51
Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00