Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 12:06 Nokkrir meintra morðingja Khashoggi eru sagðir tengjast Mohammed bin Salman krónprins. Sádar hafa reynt að fjarlægja prinsinn morðinu af fremsta megni. Vísir/EPA Saksóknari í Sádi-Arabíu segir að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur að „yfirlögðu ráði“. Vísar hann til vísbendinga sem sameiginlegur starfshópur Tyrkja og Sáda hafi fundið við rannsókn á morðinu. Þá eru saksóknarar sagðir yfirheyra grunaða menn. Sádar hafa orðið margsaga um dauða Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í Tyrklandi 2. október. Upphaflega neituðu þeir að hafa komið nærri dauða blaðamannsins og fullyrtu að hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Rúmum tveimur vikum síðar viðurkenndu þeir loks að Khashoggi hefði látið lífið en þá í átökum við hóp manna sem hann hitti á skrifstofunni. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði svo um helgina að Khashoggi hefði verið myrtur en þeir sem bæru ábyrgð hefðu ekki gert það í umboði stjórnvalda í Ríad. Nú hefur ríkisfjölmiðill Sádi-Arabíu eftir ríkissaksóknara þar að Khashoggi hafi vissulega verið myrtur að yfirlögðu ráði. Sú yfirlýsing er nær því sem tyrknesk yfirvöld hafa sagt um að fimmtán manna teymi sem var sent frá Sádi-Arabíu hafi pyntað og myrt Khashoggi og síðan bútað líka hans niður.New York Times segir að þessi nýjasta breyting á opinberri afstöðu sádiarabískra yfirvalda sé til þess fallin að vekja enn frekari efasemdir um skýringar þeirra á dauða Khashoggi.Líkið enn ekki komið í leitirnar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi landsins, hefur sterklega verið bendlaður við að hafa skipað fyrir um morðið. Hann hefur heitið því að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Sádar hafa handtekið átján manns og tveir ráðgjafar krónprinsins hafa verið reknir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn hefur ekkert bólað á líki Khashoggi. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu sína um að hann hafi látið lífið á ræðisskrifstofunni hafa Sádar engar skýringar getað gefið á því hvað varð um líkið. Tyrkir eru sagðir búa yfir upptökum af morðinu á Khashoggi. Greint var frá því í morgun að Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefði fengið að hlýða á upptöku þegar hún heimsótti Tyrkland vegna dauða Khashoggi í vikunni. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Saksóknari í Sádi-Arabíu segir að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur að „yfirlögðu ráði“. Vísar hann til vísbendinga sem sameiginlegur starfshópur Tyrkja og Sáda hafi fundið við rannsókn á morðinu. Þá eru saksóknarar sagðir yfirheyra grunaða menn. Sádar hafa orðið margsaga um dauða Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í Tyrklandi 2. október. Upphaflega neituðu þeir að hafa komið nærri dauða blaðamannsins og fullyrtu að hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Rúmum tveimur vikum síðar viðurkenndu þeir loks að Khashoggi hefði látið lífið en þá í átökum við hóp manna sem hann hitti á skrifstofunni. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði svo um helgina að Khashoggi hefði verið myrtur en þeir sem bæru ábyrgð hefðu ekki gert það í umboði stjórnvalda í Ríad. Nú hefur ríkisfjölmiðill Sádi-Arabíu eftir ríkissaksóknara þar að Khashoggi hafi vissulega verið myrtur að yfirlögðu ráði. Sú yfirlýsing er nær því sem tyrknesk yfirvöld hafa sagt um að fimmtán manna teymi sem var sent frá Sádi-Arabíu hafi pyntað og myrt Khashoggi og síðan bútað líka hans niður.New York Times segir að þessi nýjasta breyting á opinberri afstöðu sádiarabískra yfirvalda sé til þess fallin að vekja enn frekari efasemdir um skýringar þeirra á dauða Khashoggi.Líkið enn ekki komið í leitirnar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi landsins, hefur sterklega verið bendlaður við að hafa skipað fyrir um morðið. Hann hefur heitið því að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Sádar hafa handtekið átján manns og tveir ráðgjafar krónprinsins hafa verið reknir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn hefur ekkert bólað á líki Khashoggi. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu sína um að hann hafi látið lífið á ræðisskrifstofunni hafa Sádar engar skýringar getað gefið á því hvað varð um líkið. Tyrkir eru sagðir búa yfir upptökum af morðinu á Khashoggi. Greint var frá því í morgun að Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefði fengið að hlýða á upptöku þegar hún heimsótti Tyrkland vegna dauða Khashoggi í vikunni.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51
Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00