Rómarbúar mótmæla ástandinu í borginni eilífu Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 14:20 Raggi viðurkennir að mörg vandamál hrjái Rómarborg. Hér ræðir hún um rúllustigann sem bilaði í vikunni. EPA/ Massimo Percossi Nokkur þúsund manns flykktust á torgið fyrir framan ráðhús Rómar í dag til að mótmæla ástandinu í borginni. Rómarbúar segja að götur séu orðnar holóttar, sorp sé ekki hirt og að villisvín flækist víða um göturnar. Reuters greinir frá. Gagnrýnendur segja Rómarborg hafa grotnað niður á undanförnum árum og gagnrýna borgarstjórann Virginiu Raggi fyrir að hafa ekki staðið við kosningaloforð hennar en hún tók við borgarstjórastólnum, fyrst kvenna árið 2016. Reuters ræddi við nokkra mótmælendur og voru þeir ósáttir við ástandið og sögðust aldrei hafa séð borgina sína svona áður. Ringulreið ríkti í Róm, engin samheldni væri í samfélaginu og lögum væri ekki framfylgt. Raggi segir stjórn hennar vera á réttri leið en segist þurfa meiri tíma til að vinna á þeim aragrúa af vandamálum sem Róm ætti í. Sorphirðumenn fóru í verkfall í borginni, yfir 20 strætisvagnar hafa orðið eldi að bráð á götum úti og nú síðast slösuðust tugir manna þegar rúllustigi á lestarstöð bilaði. Ósáttir íbúar borgarinnar eilífu skipulögðu mótmælin á netinu og söfnuðust saman undir merkinu #RomaDiceBasta (Róm segir nóg komið) og létu að sögn Reuters milli 5.000 og 8.000 manns sjá sig. Þar á meðal var Salvatore Golino sem sagði Róm vera orðna að ræsi. Rottur, refir, rusl og villisvín fylltu göturnar. Borgarstjórinn Raggi stendur í málaferlum en hún er sökuð um valdamisnotkun, Raggi neitar sök en segist ætla að segja af sér verði hún dæmd sek.#mareaumana! #romadicebasta! Live Campidoglio! @virginiaraggi#buongiorno! pic.twitter.com/7Tp1Cjf9Fd — Riprendiamoci Roma (@RiprendRoma) October 27, 2018 Ítalía Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Nokkur þúsund manns flykktust á torgið fyrir framan ráðhús Rómar í dag til að mótmæla ástandinu í borginni. Rómarbúar segja að götur séu orðnar holóttar, sorp sé ekki hirt og að villisvín flækist víða um göturnar. Reuters greinir frá. Gagnrýnendur segja Rómarborg hafa grotnað niður á undanförnum árum og gagnrýna borgarstjórann Virginiu Raggi fyrir að hafa ekki staðið við kosningaloforð hennar en hún tók við borgarstjórastólnum, fyrst kvenna árið 2016. Reuters ræddi við nokkra mótmælendur og voru þeir ósáttir við ástandið og sögðust aldrei hafa séð borgina sína svona áður. Ringulreið ríkti í Róm, engin samheldni væri í samfélaginu og lögum væri ekki framfylgt. Raggi segir stjórn hennar vera á réttri leið en segist þurfa meiri tíma til að vinna á þeim aragrúa af vandamálum sem Róm ætti í. Sorphirðumenn fóru í verkfall í borginni, yfir 20 strætisvagnar hafa orðið eldi að bráð á götum úti og nú síðast slösuðust tugir manna þegar rúllustigi á lestarstöð bilaði. Ósáttir íbúar borgarinnar eilífu skipulögðu mótmælin á netinu og söfnuðust saman undir merkinu #RomaDiceBasta (Róm segir nóg komið) og létu að sögn Reuters milli 5.000 og 8.000 manns sjá sig. Þar á meðal var Salvatore Golino sem sagði Róm vera orðna að ræsi. Rottur, refir, rusl og villisvín fylltu göturnar. Borgarstjórinn Raggi stendur í málaferlum en hún er sökuð um valdamisnotkun, Raggi neitar sök en segist ætla að segja af sér verði hún dæmd sek.#mareaumana! #romadicebasta! Live Campidoglio! @virginiaraggi#buongiorno! pic.twitter.com/7Tp1Cjf9Fd — Riprendiamoci Roma (@RiprendRoma) October 27, 2018
Ítalía Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira