Tuttugu slösuðust í rúllustigaslysi í Róm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2018 23:43 Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltafélagsins CSKA Moskva sem voru í Róm til að fylgjast með liðinu sínu etja kappi við Roma. Vísir/ap Tuttugu manns eru slasaðir og þar af sjö alvarlega eftir að rúllustigi hrundi í neðanjarðarlestarstöð í Róm á Ítalíu. Rétt áður en rúllustiginn hrundi jókst hraðinn með þeim afleiðingum að fólkið hrasaði í stiganum. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins og til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Giampietro Boscaino, slökkviliðsstjóri, sagði aðkomuna hrikalega. „Við fundum fólk í hrúgu við enda rúllustigans.“ „Fólk lá hvert ofan á öðru og fálmaði eftir hjálp. Það átti í margvíslegum meiðslum eftir að hafa hrasað í rúllustiganum sem var allur snúinn,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltaliðsins CSKA Moskva sem höfðu ferðast til Rómar til að sjá liðið sitt etja kappi við Roma í Meistaradeild Evrópu. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins.vísir/apÞess má geta að íslensku leikmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með rússneska félaginu CSKA Moskva og voru inn á allan tíman en liðið tapaði 3-0 fyrir Roma.Fréttastofa AP hefur eftir borgarstjóra Rómar, Virginiu Raggi, að sjónarvottar hefðu greint frá því að fólk hefði verið að hoppa og dansa í rúllustiganum rétt áður en hann hrundi. Þá sagði fulltrúi samgöngumála í Róm að viðhald og eftirlit með rúllustigum neðanjarðarlestastöðva í borginni færi fram mánaðarlega. Auk rúllustigans sem hrundi kastaðist í kekki á milli stuðningsmanna CSKA og Roma með þeim afleiðingum að stuðningsmaður CSKA var stunginn með eggvopni fyrir framan leikvanginn Stadio Olimpico. Um 1.500 stuðningsmenn CSKA mættu á leikinn.В Риме перед матчем #РомаЦСКА на одной из центральных станций метро вышел из строя эскалатор с болельщиками, есть серьёзно пострадавшие (с) pic.twitter.com/4hslg9ySBt— Фанаты ЦСКА★RBWorld (@RBWorldorg) October 23, 2018 Ítalía Tengdar fréttir Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Sjá meira
Tuttugu manns eru slasaðir og þar af sjö alvarlega eftir að rúllustigi hrundi í neðanjarðarlestarstöð í Róm á Ítalíu. Rétt áður en rúllustiginn hrundi jókst hraðinn með þeim afleiðingum að fólkið hrasaði í stiganum. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins og til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Giampietro Boscaino, slökkviliðsstjóri, sagði aðkomuna hrikalega. „Við fundum fólk í hrúgu við enda rúllustigans.“ „Fólk lá hvert ofan á öðru og fálmaði eftir hjálp. Það átti í margvíslegum meiðslum eftir að hafa hrasað í rúllustiganum sem var allur snúinn,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltaliðsins CSKA Moskva sem höfðu ferðast til Rómar til að sjá liðið sitt etja kappi við Roma í Meistaradeild Evrópu. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins.vísir/apÞess má geta að íslensku leikmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með rússneska félaginu CSKA Moskva og voru inn á allan tíman en liðið tapaði 3-0 fyrir Roma.Fréttastofa AP hefur eftir borgarstjóra Rómar, Virginiu Raggi, að sjónarvottar hefðu greint frá því að fólk hefði verið að hoppa og dansa í rúllustiganum rétt áður en hann hrundi. Þá sagði fulltrúi samgöngumála í Róm að viðhald og eftirlit með rúllustigum neðanjarðarlestastöðva í borginni færi fram mánaðarlega. Auk rúllustigans sem hrundi kastaðist í kekki á milli stuðningsmanna CSKA og Roma með þeim afleiðingum að stuðningsmaður CSKA var stunginn með eggvopni fyrir framan leikvanginn Stadio Olimpico. Um 1.500 stuðningsmenn CSKA mættu á leikinn.В Риме перед матчем #РомаЦСКА на одной из центральных станций метро вышел из строя эскалатор с болельщиками, есть серьёзно пострадавшие (с) pic.twitter.com/4hslg9ySBt— Фанаты ЦСКА★RBWorld (@RBWorldorg) October 23, 2018
Ítalía Tengdar fréttir Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Sjá meira
Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45