Erlent

Tapa meirihluta sínum á þingi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Útlaginn Puigdemont fær ekki að greiða atkvæði.
Útlaginn Puigdemont fær ekki að greiða atkvæði. Nordicphotos/AFP
Samsteypustjórn ERC og JxCat, flokka aðskilnaðarsinna, á héraðsþingi Katalóníu tapaði í gær meirihluta sínum á þingi. ERC greiddi atkvæði gegn því að þingmenn sem eru á flótta utan Spánar eða í fangelsi vegna sjálfstæðisatkvæðagreiðslu síðasta árs fengju að senda staðgengla til að greiða atkvæði fyrir sig í þinginu.

Hæstiréttur Spánar hefur áður úrskurðað að þingmönnunum verði vísað af þingi. Því hefur katalónska þingið áður hafnað en ERC hefur nú gefið eftir og skipt út sínum þingmönnum. Þeirra á meðal er leiðtogi ERC, Oriol Junqueras.

En þar sem JxCat neitar að láta undan hafa aðskilnaðarsinnar nú einungis 61 atkvæði á héraðsþinginu, samkvæmt útreikningum Catalan News. Aðskilnaðarsinnaflokkarnir fengu alls 70 sæti í síðustu þingkosningum en 68 teljast meirihluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×