Erlent

Fimmtíu látnir í bílslysi í Kenía

Atli Ísleifsson skrifar
Fimmtíu og tveir voru í rútunni sem var að flytja fólk frá höfuðborginni Nairobi til Kisumu.
Fimmtíu og tveir voru í rútunni sem var að flytja fólk frá höfuðborginni Nairobi til Kisumu. AP/Washington Sigu
Að minnsta kosti fimmtíu létu lífið í bænum Kericho í Kenýa í morgun þegar farþegarúta fór út af veginum að sögn lögreglu.

Rútan fór á hliðina og segja vitni við breska ríkisútvarpið að margir hafi látist samstundis.

Að sögn lögreglu eru að minnsta kosti átta börn í hópi hinna látnu. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórnina þar sem hann kom niður brekku en staðurinn þar sem slysið varð er frægur á svæðinu fyrir að vera mikil slysagildra.

Fimmtíu og tveir voru í rútunni sem var að flytja fólk frá höfuðborginni Nairobi til Kisumu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×