Enski boltinn

„Ætlaði ekki ætla að velja mig í næsta leik en sagði svo að Gareth hafi hringt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mount á æfingu með enska landsliðinu.
Mount á æfingu með enska landsliðinu. vísir/getty
Það kom einhverjum á óvart að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi Mason Mount, nítján ára gamla leikmann Derby, í enska landsliðshópinn fyrir komandi leiki.

Mount er á mála hjá Derby en hann er á láni frá Chelsea. Hjá Derby spilar hann undir Chelsea-goðsögninni Frank Lampard og segir Mount að það hjálpi mjög mikið.

„Hann hefur gefið mér fullt af ráðum og ég er bara að reyna að taka það allt inn. Þetta er langt tímabil svo ég mun læra mikið af honum. Fyrir mig að læra af leikmanni sem gerði svona vel á sínum ferli er frábært,” sagði Mount.

England mætir Króatíu og Spáni í Þjóðadeildinni. Mount segir að Lampard hafi aðeins grínast í honum áður en hann sagði honum stóru fréttirnar.

„Ég vissi það áður en hann kallaði mig á fund. Hann sat þarna með aðstoðarstjóranum, Jody Morris, og sagðist vera spá í að velja mig ekki í næsta leik. Hann sagðist ætla að gefa mér frí.”

„Það var það fyrsta sem hann sagði en svo brosti hann og sagði: Nei, ég hef talað við Gareth og þú hefur verið valinn í A-landsliðið,” sagði Mount sem æfði með liðinu í fjóra daga í aðdraganda fyrir HM.

„Það hefur 100% gert mig hungraðari að fá að vera aðeins í hópnum fyrir HM. Þeir eru að spila Meistaradeildarfótbolta og í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru topp, topp leikmenn í heiminum svo þetta er stórt skref.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×