Kári: Rosalega erfitt að segja nei við landsliðið Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 11. október 2018 14:00 Kári í sólinni í Frakklandi. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er fluttur til Tyrklands þar sem hann er að gera það afar gott með Genclerbirligi í tyrknesku B-deildinni. Hann unir hag sínum vel þar í landi. „Þetta er svolítið öðruvísi og mikið æft. Það gengur vel og það hjálpar alltaf. Við höfum unnið alla leikina og sett met,“ sagði Kári er hann settist niður með blaðamanni fyrir utan hótel landsliðsins í Saint-Brieuc. „Ég hef fallið vel inn í þetta síðan ég kom inn í liðið og við höfum ekki enn fengið á okkur mark.“ Kári segir að reynslan af því að búa í Tyrklandi sé jákvæð hingað til. „Það er mjög fínt. Ég bý í samfélagi með diplómötum og öðrum íþróttamönnum. Þetta er því ekki beint eins og að búa út í afdalasveit í Tyrklandi eins og Theodór Elmar hefur kannski kynnst betur. Það er mikil enska töluð þarna og ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hinn 35 ára gamli Kári en hvað hefur hann hugsað sér að vera lengi í Tyrklandi? „Ég skrifaði undir eins árs samning og það var alltaf planið að vera þarna í eitt ár. Við sjáum bara til hvað gerist.“ Einhverjir landsliðsfélagar Kára kvöddu hann eftir HM og menn héldu að hann væri hættur í landsliðinu. Svo var nú aldeilis ekki og miðvörðurinn hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvenær hann ætli sér að hætta að spila fyrir landsliðið. „Mér líður vel í líkamanum og er ágætlega ferskur. Svo lengi sem að ég fæ kallið þá er rosalega erfitt að segja nei. Ef þeir telja mig geta hjálpað liðinu á einhvern hátt þá segi ég ekki nei. Þetta er það lið sem mér finnst skemmtilegast að spila fyrir og mikið stolt í þessu líka,“ segir Kári sem ber hag liðsins fyrir brjósti. „Ég vil að liðinu gangi vel áfram. Ef ég get hjálpað mönnum og liðinu þá er það bara jákvætt.“ Landsliðið hefur fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum en hvað hefur verið að varnarleiknum? „Ég sagði fyrir þá leiki að það er breytingar. Nýr þjálfari og aðeins verið að yngja upp. Ég sagði að það þyrfti að gefa liðinu smá séns og þolinmæði. Það verður allt neikvætt eftir stór töp og þetta var ekki gott,“ segir reynsluboltinn. „Það var margt sem fór úrskeiðis sem við verðum að laga þó svo það sé ekki mikill tími til þess.“ Líkt og aðrir í liðinu er Kári mjög spenntur fyrir því að spila leikinn gegn Frökkum í kvöld. „Þetta er svolítið erfitt verkefni að fara í eftir tvö slæm töp en við þurfum bara að girða upp um okkur og laga það sem fór úrskeiðis.“ Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 10. október 2018 09:45 Gylfi Þór: Spennandi að spila gegn besta liði heims Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsfyrirliði er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun. Honum finnst skemmtilegast að spila gegn bestu liðunum. 10. október 2018 13:00 Hamrén: Þessi leikur er mikil áskorun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti í morgun að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila vegna meiðsla og óvissa er með þrjá aðra. Æfingarnar hafa verið vel nýttar hér ytra og það þarf ekki að koma á óvart hvað hefur helst verið æft. 10. október 2018 20:00 Fullt hús á æfingu franska liðsins Það var algjörlega ótrúlegt að fylgjast með æfingu franska liðsins í dag en 18 þúsund manns mættu á æfinguna og skemmtu sér konunglega. 10. október 2018 17:03 Kári stefnir enn á að spila með Víkingi Það varð aldrei neitt úr því að landsliðsmaðurinn Kári Árnason færi í Víking síðasta sumar. Hann samdi við félagið en endaði svo með því að semja við tyrkneska félagið Genclerbirligi áður en hann náði að spila leik með uppeldisfélaginu. 11. október 2018 10:00 Birkir Már: Var kominn vel út fyrir þægindarammann Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson hefur upplifað margt á þessu ári þar sem hann er annað hvort að spila í Pepsi-deildinni eða gegn bestu leikmönnum heims. 10. október 2018 08:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er fluttur til Tyrklands þar sem hann er að gera það afar gott með Genclerbirligi í tyrknesku B-deildinni. Hann unir hag sínum vel þar í landi. „Þetta er svolítið öðruvísi og mikið æft. Það gengur vel og það hjálpar alltaf. Við höfum unnið alla leikina og sett met,“ sagði Kári er hann settist niður með blaðamanni fyrir utan hótel landsliðsins í Saint-Brieuc. „Ég hef fallið vel inn í þetta síðan ég kom inn í liðið og við höfum ekki enn fengið á okkur mark.“ Kári segir að reynslan af því að búa í Tyrklandi sé jákvæð hingað til. „Það er mjög fínt. Ég bý í samfélagi með diplómötum og öðrum íþróttamönnum. Þetta er því ekki beint eins og að búa út í afdalasveit í Tyrklandi eins og Theodór Elmar hefur kannski kynnst betur. Það er mikil enska töluð þarna og ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hinn 35 ára gamli Kári en hvað hefur hann hugsað sér að vera lengi í Tyrklandi? „Ég skrifaði undir eins árs samning og það var alltaf planið að vera þarna í eitt ár. Við sjáum bara til hvað gerist.“ Einhverjir landsliðsfélagar Kára kvöddu hann eftir HM og menn héldu að hann væri hættur í landsliðinu. Svo var nú aldeilis ekki og miðvörðurinn hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvenær hann ætli sér að hætta að spila fyrir landsliðið. „Mér líður vel í líkamanum og er ágætlega ferskur. Svo lengi sem að ég fæ kallið þá er rosalega erfitt að segja nei. Ef þeir telja mig geta hjálpað liðinu á einhvern hátt þá segi ég ekki nei. Þetta er það lið sem mér finnst skemmtilegast að spila fyrir og mikið stolt í þessu líka,“ segir Kári sem ber hag liðsins fyrir brjósti. „Ég vil að liðinu gangi vel áfram. Ef ég get hjálpað mönnum og liðinu þá er það bara jákvætt.“ Landsliðið hefur fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum en hvað hefur verið að varnarleiknum? „Ég sagði fyrir þá leiki að það er breytingar. Nýr þjálfari og aðeins verið að yngja upp. Ég sagði að það þyrfti að gefa liðinu smá séns og þolinmæði. Það verður allt neikvætt eftir stór töp og þetta var ekki gott,“ segir reynsluboltinn. „Það var margt sem fór úrskeiðis sem við verðum að laga þó svo það sé ekki mikill tími til þess.“ Líkt og aðrir í liðinu er Kári mjög spenntur fyrir því að spila leikinn gegn Frökkum í kvöld. „Þetta er svolítið erfitt verkefni að fara í eftir tvö slæm töp en við þurfum bara að girða upp um okkur og laga það sem fór úrskeiðis.“
Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 10. október 2018 09:45 Gylfi Þór: Spennandi að spila gegn besta liði heims Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsfyrirliði er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun. Honum finnst skemmtilegast að spila gegn bestu liðunum. 10. október 2018 13:00 Hamrén: Þessi leikur er mikil áskorun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti í morgun að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila vegna meiðsla og óvissa er með þrjá aðra. Æfingarnar hafa verið vel nýttar hér ytra og það þarf ekki að koma á óvart hvað hefur helst verið æft. 10. október 2018 20:00 Fullt hús á æfingu franska liðsins Það var algjörlega ótrúlegt að fylgjast með æfingu franska liðsins í dag en 18 þúsund manns mættu á æfinguna og skemmtu sér konunglega. 10. október 2018 17:03 Kári stefnir enn á að spila með Víkingi Það varð aldrei neitt úr því að landsliðsmaðurinn Kári Árnason færi í Víking síðasta sumar. Hann samdi við félagið en endaði svo með því að semja við tyrkneska félagið Genclerbirligi áður en hann náði að spila leik með uppeldisfélaginu. 11. október 2018 10:00 Birkir Már: Var kominn vel út fyrir þægindarammann Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson hefur upplifað margt á þessu ári þar sem hann er annað hvort að spila í Pepsi-deildinni eða gegn bestu leikmönnum heims. 10. október 2018 08:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 10. október 2018 09:45
Gylfi Þór: Spennandi að spila gegn besta liði heims Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsfyrirliði er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun. Honum finnst skemmtilegast að spila gegn bestu liðunum. 10. október 2018 13:00
Hamrén: Þessi leikur er mikil áskorun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti í morgun að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila vegna meiðsla og óvissa er með þrjá aðra. Æfingarnar hafa verið vel nýttar hér ytra og það þarf ekki að koma á óvart hvað hefur helst verið æft. 10. október 2018 20:00
Fullt hús á æfingu franska liðsins Það var algjörlega ótrúlegt að fylgjast með æfingu franska liðsins í dag en 18 þúsund manns mættu á æfinguna og skemmtu sér konunglega. 10. október 2018 17:03
Kári stefnir enn á að spila með Víkingi Það varð aldrei neitt úr því að landsliðsmaðurinn Kári Árnason færi í Víking síðasta sumar. Hann samdi við félagið en endaði svo með því að semja við tyrkneska félagið Genclerbirligi áður en hann náði að spila leik með uppeldisfélaginu. 11. október 2018 10:00
Birkir Már: Var kominn vel út fyrir þægindarammann Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson hefur upplifað margt á þessu ári þar sem hann er annað hvort að spila í Pepsi-deildinni eða gegn bestu leikmönnum heims. 10. október 2018 08:00