Fótbolti

Birkir Már: Var kominn vel út fyrir þægindarammann

Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson hefur upplifað margt á þessu ári þar sem hann er annað hvort að spila í Pepsi-deildinni eða gegn bestu leikmönnum heims.

„Þetta er skemmtilegt. Þetta er það sem maður vill vera að gera. Að spila á móti stærstu nöfnunum. Ég næ alltaf að stilla mig inn á að þetta sé bara fótbolti, sama við hvern ég er að fara að spila,“ segir Birkir Már léttur en hann fékk mikla athygli á HM síðasta sumar þar sem hann var eini leikmaður mótsins sem var í fullri vinnu með fótboltanum.

„Það hefur sem betur fer ekkert verið um athygli eftir HM. Það var aðeins of mikið fyrir minn smekk áður en HM byrjaði. Ég var kominn vel út fyrir minn þægindaramma.“

Birkir og félagar í íslensku vörninni hafa lekið inn níu mörkum í síðustu tveimur leikjum og það þarf að laga fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun.

„Það er ljóst að við þurfum að rífa okkur í gang. Ekki bara varnarlínan heldur allt liðið. Ef við ætlum að stríða Frökkum þurfum við að gera betur en í síðustu leikjum. Mér finnst enn vera sama stemning í liðinu. Við höfum verið það lengi góðir að það breytist ekkert. Þetta var einn skellur og tveir tapleikir skemma ekki sjálfstraustið. Það er kannski samt ágætt að liðin fari aftur að vanmeta okkur.“


Tengdar fréttir

Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum

Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum.

Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft

Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×