Fótbolti

Hamrén: Þessi leikur er mikil áskorun

Henry Birgir Gunnarsson í Guingamp skrifar
Erik Hamrén.
Erik Hamrén.
Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti í morgun að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila vegna meiðsla og óvissa er með þrjá aðra. Æfingarnar hafa verið vel nýttar hér ytra og það þarf ekki að koma á óvart hvað hefur helst verið æft.

„Undurbúningurinn hefur aðallega verið nýttur til þess að laga varnarleikinn sem var ekki nógu góður í fyrstu leikjunum í Þjóðadeildinni,“ segir Hamrén en það hefur verið lög áhersla á fleiri atriði.

„Við höfum líka verið að æfa föstu leikatriðin sem hafa ekki verið að virka. Einn af okkar helstu möguleikum til þess að skora í svona leik er eftir fast leikatriði.

„Við erum að spila við mjög sterkt lið á útivelli og búumst við því að þeir verði meira með boltann. Þetta er mikil áskorun fyrir okkur og gaman að sjá hvort við tökum skref fram á við.“

Landsliðsþjálfarinn býst þó ekki við að vera í vörn allan tímann og vill sjá hugrekki hjá liðinu er það hefur boltann.

„Ég vil sjá gæði í okkur er við höfum boltann. Ef við erum bara að hugsa um vörn þá munum við lenda í erfiðleikum. Það verða líka að vera gæði í föstu leikatriðunum. Minni liðin geta verið sterkari þar en stóru liðin.“

Gylfi Þór Sigurðsson verður áfram landsliðsfyrirliði í fjarveru Arons Einars og hann er orðinn mjög spenntur.

„Að spila á móti heimsmeisturunum í Frakklandi er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Allir í hópnum bíða spenntir eftir leiknum. Það er skemmtilegast að spila gegn bestu liðunum og bestu leikmönnunum og þetta er einn af þeim leikjum.“


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa

Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.

Gylfi: Auðvitað hefði ég átt að mæta í viðtöl

Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður fyrirliði Íslands í vináttulandsleik gegn Frakklandi annað kvöld, segir að hann hefði átt að mæta í viðtöl eftir leikinn gegn Belgíu en segir að maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×