Fótbolti

Kári stefnir enn á að spila með Víkingi

Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar
Kári er hér í treyju Genclerbirligi en hann stefnir á að skarta sömu litum næsta sumar.
Kári er hér í treyju Genclerbirligi en hann stefnir á að skarta sömu litum næsta sumar. mynd/genclerbirligi
Það varð aldrei neitt úr því að landsliðsmaðurinn Kári Árnason færi í Víking síðasta sumar. Hann samdi við félagið en endaði svo með því að semja við tyrkneska félagið Genclerbirligi áður en hann náði að spila leik með uppeldisfélaginu.

„Eins og staðan er þá er það planið að koma síðar heim og spila með Víkingi. Ég er í góðu sambandi við Víkingana og er ánægður með þessa ráðningu á Arnari,“ segir Kári sem verður 36 ára gamall eftir tvo daga.

Vísar hann til Arnars Gunnlaugssonar sem var aðstoðarmaður Loga Ólafssonar síðasta sumar.

„Planið var samt að spila síðasta sumar en það breyttist eins og stundum gerist,“ segir Kári en það myndi gleðja margan Víkinginn að sjá hann aftur í treyju félagsins.

Miðað við hvað Kári er enn að spila vel þá fá Víkingar mikinn liðsstyrk ef hann ákveður að spila með félaginu næsta sumar eins og stefnan er núna.

Kári verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Frökkum í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18:30.


Tengdar fréttir

Hamrén: Þessi leikur er mikil áskorun

Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti í morgun að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila vegna meiðsla og óvissa er með þrjá aðra. Æfingarnar hafa verið vel nýttar hér ytra og það þarf ekki að koma á óvart hvað hefur helst verið æft.

Fullt hús á æfingu franska liðsins

Það var algjörlega ótrúlegt að fylgjast með æfingu franska liðsins í dag en 18 þúsund manns mættu á æfinguna og skemmtu sér konunglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×