Fótbolti

Fullt hús á æfingu franska liðsins

Henry Birgir Gunnarsson í Guingamp skrifar
Paul Pogba á æfingunni í dag.
Paul Pogba á æfingunni í dag. vísir/hbg
Það var algjörlega ótrúlegt að fylgjast með æfingu franska liðsins í dag en 18 þúsund manns mættu á æfinguna og skemmtu sér konunglega.

Flestir með franska fánann og mættir til þess að hylla þjóðhetjurnar sínar sem urðu heimsmeistarar í Rússlandi í sumar.

Talið var niður í komu liðsins inn á völlinn og allt ætlaði um koll að keyra er hetjurnar mættu á svæðið.

Ekki var stemningin síðri þegar náð var í sjálfan heimsmeistarabikarinn og labbað með hann hringinn í kringum völlinn.

Eftir sólarhring er síðan komið að alvörunni er Frakkar taka á móti Íslendingum á Stade de Roudourou.

Það var mikil öryggsgæsla á vellinum og reyndar langt út fyrir völlinn líka.vísir/hbg
Það var hvert einasta sæti fullt og þurfti að vísa fólki frá.vísir/hbg

Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa

Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.

Gylfi: Auðvitað hefði ég átt að mæta í viðtöl

Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður fyrirliði Íslands í vináttulandsleik gegn Frakklandi annað kvöld, segir að hann hefði átt að mæta í viðtöl eftir leikinn gegn Belgíu en segir að maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir.

Emil ekki með gegn Frakklandi

Erik Hamren tilkynnti að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila með Íslandi í Frakklandi á morgun. Þrír aðrir leikmenn eru tæpir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×