Enski boltinn

"Enginn spennandi leikmaður í enska landsliðinu“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eric Dier, Harry Kane og Raheem Sterling á æfingu enska landsliðsins
Eric Dier, Harry Kane og Raheem Sterling á æfingu enska landsliðsins vísir/getty

Fyrrum landsliðsmaður Englands Kevin Keegan segir engann leikmann enska liðsins vera spennandi.

England fór fram úr væntingum flest allra á HM í sumar þegar liðið komst í undanúrslit. Englendingar töpuðu fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni fyrir Spánverjum á Wembley í september.

„Ég myndi ekki segja að neinn í enska liðinu sé sérstaklega spennandi,“ sagði Keegan við Telegraph.

„Dele Alli stundum, hann gerir stundum eitthvað. Harry Kane er spennandi á annan hátt, hann minnir mig mjög á Alan Shearer. En England þarf einhvern með smá töfra eins og Modric eða Hazard.“

„Ef einhver gæfi mér fótboltalið á morgun og gæfi mér leyfi til að kaupa hvern sem er í heiminum myndi ég velja Hazard. Hann er næsti Lionel Messi.“

England mætir Króatíu ytra í Þjóðadeildinni í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.