Erlent

Kúariða á skoskum bóndabæ

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrsta tilfellið af kúariðu var staðfest í Bretlandi árið 1986.
Fyrsta tilfellið af kúariðu var staðfest í Bretlandi árið 1986. Getty/burroblando
Skoska heimastjórnin hefur staðfest að kúariða (BSE) hafi greinst á bóndabæ í austurhluta landsins. Sjúkdómurinn greindist á bæ í Aberdeenskíri og rannsaka nú sérfræðingar hvernig sjúkdómurinn kann að hafa komið upp á bænum.

Fergus Ewing, ráðherra landbúnaðarmála í Skotlandi, segir í yfirlýsingu að viðbragðsáætlun skosku stjórnarinnar hafi verið virkjuð til að hægt sé að vernda skoskan landbúnað gegn frekara smiti.

Á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að kúariða sé banvænn sjúkdómur sem leggst á heila nautgripa. Sjúkdómurinn sé langvinnur og komi einkennin að jafnaði ekki fram fyrr en um fimm ára aldur.

„Engin meðhöndlun eða bólusetning finnst gegn sjúkdómnum. Einkenni kúariðu minna að mörgu leyti á einkenni riðuveiki hjá sauðfé, þ.e.a.s. taugaeinkenni sem birtast í hegðunarbreytingum og erfiðleikum við hreyfingu.

Talið er að sjúkdómurinn geti borist í nautgripi ef þeir eru fóðraðir á dýrafóðri, framleitt úr leifum sýktra nautgripa. Fyrsta tilfellið af kúariðu var staðfest í Bretlandi árið 1986,“ segir á heimasíðunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×