Erlent

Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaun í eðlisfræði?

Atli Ísleifsson skrifar
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði hafa verið veitt frá árinu 1901.
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði hafa verið veitt frá árinu 1901. Vísir/getty
Sænska Nóbelsnefndin mun tilkynna hver eða hverjir hljóta Nóbelsverðlaun í eðlisfræði í dag.

Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum sem fer fram í Stokkhólmi.  Útsendingin hefst klukkan 9:45 á íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði hafa verið veitt frá árinu 1901 og hafa 207 vísindamenn hlotið verðlaunin.

Bandarísku vísindamennirnir Rainer Weiss, Barry Barish og Kip Thorne hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði á síðasta ári. Verðlaunin hlutu þeir fyrir framlag þeirra til smíði á mælitækjum sem námu þyngdarbylgjur sem og rannsókna á þeim.

Sænska akademían tilkynnti í gær að þeir James P. Allison og Tasuku Honjo hljóti Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár fyrir uppgötvun sína á nýrri krabbameinsmeðferð þar sem ónæmiskerfið fæst til að ráðast á krabbameinsfrumur. 

Á morgun verður tilkynnt hver eða hverjir hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×