Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2018 23:30 Deborah Ramirez er bekkjarsystir Kavanaugh úr Yale-háskóla. Vísir/AP Rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á ásökunum gegn Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi er hafin. Þegar hefur verið haft samband við Deboruh Ramirez en hún er ein þriggja kvenna sem sakað hefur Kavanaugh um kynferðisbrot.Óvæntar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings í gær að loknum vitnisburði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem steig fram fyrst kvennanna þriggja. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni en þó var ákveðið að fara fram á rannsókn FBI á málinu. Rannsóknin má aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Washington Post greinir frá því í dag að FBI hafi nú byrjað að hafa samband við málsaðila, þar á meðal Deboruh Ramirez. Hún var skólasystir Kavanaugh í Yale-háskóla og sakar hann um að hafa þrýst kynfærum sínum að andliti hennar í gleðskap skólaárið 1983-1984.Brett Kavanaugh var mikið niðri fyrir við vitnaleiðslur í dómsmálanefnd í gær.Getty/Andrew Harnik - PoolÍ yfirlýsingu frá lögmanni Ramirez segir að hún muni svara spurningum FBI. Þá mun alríkislögreglan einnig falast eftir frekari upplýsingum frá Ford, sem bar vitni frammi fyrir dómsmálanefnd í gær. FBI mun hins vegar ekki óska eftir vitnisburði þriðju konunnar, Julie Swetnick, sem sakar Kavanaugh einnig um kynferðisbrot á níunda áratugnum. Öldungadeildin mun greiða atkvæði um það næsta föstudag hvort Kavanaugh verði hæstaréttardómari eða ekki. Repúblikanar eru með 51 atkvæði gegn 49 atkvæðum Demókrata en Mike Pence varaforseti hefur úrslitaatkvæðið ef atkvæði falla jöfn. Bandaríkin MeToo Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á ásökunum gegn Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi er hafin. Þegar hefur verið haft samband við Deboruh Ramirez en hún er ein þriggja kvenna sem sakað hefur Kavanaugh um kynferðisbrot.Óvæntar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings í gær að loknum vitnisburði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem steig fram fyrst kvennanna þriggja. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni en þó var ákveðið að fara fram á rannsókn FBI á málinu. Rannsóknin má aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Washington Post greinir frá því í dag að FBI hafi nú byrjað að hafa samband við málsaðila, þar á meðal Deboruh Ramirez. Hún var skólasystir Kavanaugh í Yale-háskóla og sakar hann um að hafa þrýst kynfærum sínum að andliti hennar í gleðskap skólaárið 1983-1984.Brett Kavanaugh var mikið niðri fyrir við vitnaleiðslur í dómsmálanefnd í gær.Getty/Andrew Harnik - PoolÍ yfirlýsingu frá lögmanni Ramirez segir að hún muni svara spurningum FBI. Þá mun alríkislögreglan einnig falast eftir frekari upplýsingum frá Ford, sem bar vitni frammi fyrir dómsmálanefnd í gær. FBI mun hins vegar ekki óska eftir vitnisburði þriðju konunnar, Julie Swetnick, sem sakar Kavanaugh einnig um kynferðisbrot á níunda áratugnum. Öldungadeildin mun greiða atkvæði um það næsta föstudag hvort Kavanaugh verði hæstaréttardómari eða ekki. Repúblikanar eru með 51 atkvæði gegn 49 atkvæðum Demókrata en Mike Pence varaforseti hefur úrslitaatkvæðið ef atkvæði falla jöfn.
Bandaríkin MeToo Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08
Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06