Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin stendur fyrir keppni í FIFA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fjöldi fólks fylgdist með úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppninni í FIFA sem fram fór í Lundúnum í sumar.
Fjöldi fólks fylgdist með úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppninni í FIFA sem fram fór í Lundúnum í sumar. vísir/getty
Enska úrvalsdeildin mun setja á laggirnar keppni í tölvuleiknum FIFA í upphafi næsta árs og verður úrslitaleikurinn í beinni útsendingu á Sky Sports.

Vinsældir netíþrótta (e. eSports) fara vaxandi og hljóta sífellt meiri hylli í samfélaginu.

Nú hefur enska úrvalsdeildin tilkynnt um netdeild, (e. ePremier League) þar sem keppt verður í tölvuleiknum FIFA 2019. Keppni hefst í janúar á næsta ári og munu félögin 20 í úrvalsdeildinni halda undankeppnir þar sem tveir bestu keppendurnir komast í úrslitin.

Úrslitin verða haldin í Lundúnum 28. og 29. mars og verða sýnd í beinni útsendingu á Sky Sports.

„Við vitum að milljónir stuðningsmanna spila FIFA og þessi nýja keppni bíður félögunum í úrvalsdeildinni upp á spennandi tækifæri til þess að ná til þeirra," sagði Richard Masters, einn forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar.

Hægt verður að nálgast keppnina á bæði PlayStation 4 og Xbox One leikjatölvum og er unnin í samstarfi við tölvuleikjaútgefandann EA Sports. Skráning í keppnina hefst í desember en hún er aðeins í boði fyrir þáttakendur staðsetta í Bretlandi.

Svipaðar deildir eru komnar upp í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×