Enski boltinn

Mourinho: Taflan gefur ekki rétta mynd af því sem er að gerast

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Portúgalinn á erfitt uppdráttar.
Portúgalinn á erfitt uppdráttar. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, reyndi að grípa enska blaðamenn í bólinu í morgun en hann færði blaðamannafund sinn til klukkan átta sem er ansi óvenjulegur tími.

Mourinho og lærisveinar hans eru án sigurs í fjórum leikjum í röð í öllum keppnum og mæta Newcastle um helgina í síðasta leik fyrir landsleikjafrí. Spjótin standa að Portúgalanum sem að Paul Scholes vill t.a.m. að verði rekinn.

United er í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir með tíu stig, níu stigum frá toppliðum City og Liverpool og fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

„Október var að byrja og ef þið lítið á stöðutöflurnar í Evrópu líta þær ekki út núna eins og lokastaðan verður líklega eftir nokkra mánuði eða við lok tímabilsins,“ segir Mourinho.

„Við erum í þannig stöðu að við getum gert miklu betur og það þurfum við að gera. Við þurfum stig. Við þurfum stigin sem að við töpuðum, sérstaklega þessi fimm sem við töpuðum í síðustu tveimur leikjum.“

„Við vitum hvað við þurfum að bæta til þess að ná í þessi þrjú stig og bæta stöðu okkar í deildinni,“ segir José Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×