Enski boltinn

De Bruyne gæti spilað gegn Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne. Vísir/Getty
Kevin de Bruyne gæti snúið aftur í lið Manchester City í stórleiknum gegn Liverpool á sunnudaginn. Belginn hefur ekki spilað leik í nærri tvo mánuði.

Pep Guardiola sat fyrir svörum blaðamanna í dag og var hann spurður hvort de Bruyne væri tilbúinn.

„Við sjáum til á laugardaginn,“ svaraði Guardiola.

De Bruyne meiddist á æfingu City í ágúst og hefur ekki getað spilað síðan. Upphaflega var áætlað að hann yrði frá í þrjá mánuði en það styttist greinilega í endurkomu miðjumannsins.

Benjamin Mendy er farinn að æfa með City á ný eftir meiðsli en óvíst er með þátttöku Ilkay Gundogan sem haltraði af velli í leik City og Hoffenheim í Meistaradeildinni í vikunni.

Leikur Liverpool og Manchester City er stórleikur umferðarinnar og slagur um toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fer fram á sunnudaginn klukkan 15:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

De Bruyne frá í tvo til fjóra mánuði?

Manchester City hefur staðfest að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne sé meiddur en talið er að hann verði frá næstu tvo til fjóra mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×