Helgi tók við þjálfarastarfinu hjá Fylkis fyrir tveimur árum og kom Fylki upp í efstu deild með sigri í Inkassodeildinni síðasta sumar, á hans fyrsta ári með liðið. Hann hélt liðinu uppi í efstu deild á nýafstöðnu tímabili.
Síðan keppni í Pepsideildinni lauk um síðustu helgi hefur Helgi verið orðaður við önnur félög, en nú er ljóst að hann verður áfram í Árbænum.
„Helgi hefur stađiđ sig vel sem þjálfari frá því hann kom til félagsins fyrir tveimur árum. Hann kom Fylkisliđinu upp í fyrra međ sigri í Inkassodeildinni. Í ár hélt síđan liđiđ sæti sínu í Pepsídeildinni sem var planiđ fyrir tímabiliđ. Viđ stefnum síđan á næsta tímabili ađ byggja ofan á þann árangur og stíga skref fram á viđ međ Helga í brúnni," segir Hrafnkell Helgi Helgason í tilkynningu Fylkismanna.
Fylkir var í botnbaráttunni í sumar en Árbæingar tryggðu veru sína í efstu deild með jafntefli við KR í næst síðustu umferðinni. Þeir völtuðu svo yfir Fjölni í síðustu umferðinni og tryggðu sér þar með 8. sæti deildarinnar.