Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 6. október 2018 20:07 Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu skipun Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en 50 greiddu atvæði með skipun hans gegn 48. Á annað þúsund mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í Washington. Á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð mátti heyra ítrekað kallað „skömm“ af þingpöllunum með þeim afleiðingum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að reyna á koma á friði í þingsal að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Atkvæðagreiðslan fór nokkurn veginn eins og gert hafði verið ráð fyrir en nær allir kusu eftir flokkslínunum fyrir utan þau Lisu Murkowski, repúblikana, sem sat hjá og Joe Manchin, demókrata, sem greiddi atkvæði með staðfestingu Kavanaughs. Steve Daines, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Montanafylki, var fjarverandi sökum þess að dóttir gifti sig á sama degi og atkvæðagreiðslan fór fram. Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Þá hafa meðal annars brotist út mótmæli eftir að fréttir þess efnis tóku að spyrjast út en greint var frá því í gær að hundruð mótmælenda voru handteknir fyrir framan þinghúsið.Á annað þúsund mótmæltu við þinghúsið.vísir/apAlríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur rannsakað ásakanir á hendur Kavanaugh en alvarlegasta ásökunin er vafalítið frásögn Fords. Síðast þegar dómari var staðfestur með svo litlum mun var þegar George W. Bush tilnefndi Clarence Thomas árið 1991. Í kjölfarið komu fram ásakanir á hendur honum vegna kynferðislegrar áreitni í garð lögfræðingsins Anitu Hill. Atkvæðagreiðslan fór 52-48 og hefur hann verið dómari við Hæstarétt í 27 ár. Donald Trump fagnar niðurstöðu öldungadeildar á Twitter-síðu sinni og lofar Kavanaugh, en dómarinn verður svarinn í embætti nú á næstu klukkutímum. I applaud and congratulate the U.S. Senate for confirming our GREAT NOMINEE, Judge Brett Kavanaugh, to the United States Supreme Court. Later today, I will sign his Commission of Appointment, and he will be officially sworn in. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 6 October 2018 Tengdar fréttir Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu skipun Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en 50 greiddu atvæði með skipun hans gegn 48. Á annað þúsund mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í Washington. Á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð mátti heyra ítrekað kallað „skömm“ af þingpöllunum með þeim afleiðingum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að reyna á koma á friði í þingsal að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Atkvæðagreiðslan fór nokkurn veginn eins og gert hafði verið ráð fyrir en nær allir kusu eftir flokkslínunum fyrir utan þau Lisu Murkowski, repúblikana, sem sat hjá og Joe Manchin, demókrata, sem greiddi atkvæði með staðfestingu Kavanaughs. Steve Daines, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Montanafylki, var fjarverandi sökum þess að dóttir gifti sig á sama degi og atkvæðagreiðslan fór fram. Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Þá hafa meðal annars brotist út mótmæli eftir að fréttir þess efnis tóku að spyrjast út en greint var frá því í gær að hundruð mótmælenda voru handteknir fyrir framan þinghúsið.Á annað þúsund mótmæltu við þinghúsið.vísir/apAlríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur rannsakað ásakanir á hendur Kavanaugh en alvarlegasta ásökunin er vafalítið frásögn Fords. Síðast þegar dómari var staðfestur með svo litlum mun var þegar George W. Bush tilnefndi Clarence Thomas árið 1991. Í kjölfarið komu fram ásakanir á hendur honum vegna kynferðislegrar áreitni í garð lögfræðingsins Anitu Hill. Atkvæðagreiðslan fór 52-48 og hefur hann verið dómari við Hæstarétt í 27 ár. Donald Trump fagnar niðurstöðu öldungadeildar á Twitter-síðu sinni og lofar Kavanaugh, en dómarinn verður svarinn í embætti nú á næstu klukkutímum. I applaud and congratulate the U.S. Senate for confirming our GREAT NOMINEE, Judge Brett Kavanaugh, to the United States Supreme Court. Later today, I will sign his Commission of Appointment, and he will be officially sworn in. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 6 October 2018
Tengdar fréttir Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15
Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14
Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13