Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 6. október 2018 20:07 Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu skipun Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en 50 greiddu atvæði með skipun hans gegn 48. Á annað þúsund mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í Washington. Á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð mátti heyra ítrekað kallað „skömm“ af þingpöllunum með þeim afleiðingum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að reyna á koma á friði í þingsal að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Atkvæðagreiðslan fór nokkurn veginn eins og gert hafði verið ráð fyrir en nær allir kusu eftir flokkslínunum fyrir utan þau Lisu Murkowski, repúblikana, sem sat hjá og Joe Manchin, demókrata, sem greiddi atkvæði með staðfestingu Kavanaughs. Steve Daines, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Montanafylki, var fjarverandi sökum þess að dóttir gifti sig á sama degi og atkvæðagreiðslan fór fram. Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Þá hafa meðal annars brotist út mótmæli eftir að fréttir þess efnis tóku að spyrjast út en greint var frá því í gær að hundruð mótmælenda voru handteknir fyrir framan þinghúsið.Á annað þúsund mótmæltu við þinghúsið.vísir/apAlríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur rannsakað ásakanir á hendur Kavanaugh en alvarlegasta ásökunin er vafalítið frásögn Fords. Síðast þegar dómari var staðfestur með svo litlum mun var þegar George W. Bush tilnefndi Clarence Thomas árið 1991. Í kjölfarið komu fram ásakanir á hendur honum vegna kynferðislegrar áreitni í garð lögfræðingsins Anitu Hill. Atkvæðagreiðslan fór 52-48 og hefur hann verið dómari við Hæstarétt í 27 ár. Donald Trump fagnar niðurstöðu öldungadeildar á Twitter-síðu sinni og lofar Kavanaugh, en dómarinn verður svarinn í embætti nú á næstu klukkutímum. I applaud and congratulate the U.S. Senate for confirming our GREAT NOMINEE, Judge Brett Kavanaugh, to the United States Supreme Court. Later today, I will sign his Commission of Appointment, and he will be officially sworn in. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 6 October 2018 Tengdar fréttir Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu skipun Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en 50 greiddu atvæði með skipun hans gegn 48. Á annað þúsund mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í Washington. Á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð mátti heyra ítrekað kallað „skömm“ af þingpöllunum með þeim afleiðingum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að reyna á koma á friði í þingsal að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Atkvæðagreiðslan fór nokkurn veginn eins og gert hafði verið ráð fyrir en nær allir kusu eftir flokkslínunum fyrir utan þau Lisu Murkowski, repúblikana, sem sat hjá og Joe Manchin, demókrata, sem greiddi atkvæði með staðfestingu Kavanaughs. Steve Daines, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Montanafylki, var fjarverandi sökum þess að dóttir gifti sig á sama degi og atkvæðagreiðslan fór fram. Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Þá hafa meðal annars brotist út mótmæli eftir að fréttir þess efnis tóku að spyrjast út en greint var frá því í gær að hundruð mótmælenda voru handteknir fyrir framan þinghúsið.Á annað þúsund mótmæltu við þinghúsið.vísir/apAlríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur rannsakað ásakanir á hendur Kavanaugh en alvarlegasta ásökunin er vafalítið frásögn Fords. Síðast þegar dómari var staðfestur með svo litlum mun var þegar George W. Bush tilnefndi Clarence Thomas árið 1991. Í kjölfarið komu fram ásakanir á hendur honum vegna kynferðislegrar áreitni í garð lögfræðingsins Anitu Hill. Atkvæðagreiðslan fór 52-48 og hefur hann verið dómari við Hæstarétt í 27 ár. Donald Trump fagnar niðurstöðu öldungadeildar á Twitter-síðu sinni og lofar Kavanaugh, en dómarinn verður svarinn í embætti nú á næstu klukkutímum. I applaud and congratulate the U.S. Senate for confirming our GREAT NOMINEE, Judge Brett Kavanaugh, to the United States Supreme Court. Later today, I will sign his Commission of Appointment, and he will be officially sworn in. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 6 October 2018
Tengdar fréttir Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15
Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14
Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13