Hamrén í ítarlegu viðtali: Það var gott að deila því hvernig mér leið Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 9. október 2018 19:30 Hamrén naut veðurblíðunnar í Frakklandi í dag. Það var nokkuð létt yfir Svíanum Erik Hamrén er ég settist niður með honum í blíðunni fyrir utan hótel íslenska liðsins í Saint-Brieuc. Við fórum yfir víðan völl og ég byrjaði að spyrja hann að því hvort eitthvað hefði komið honum á óvart síðan hann tók við landsliðinu? „Ég vissi að það kæmu fyrst erfiðir leikir og ég hefði lítinn tíma til þess að kynnast leikmönnum. Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við,“ segir Hamrén en það hefur ekki margt komið honum á óvart. „Ég hafði reynslu af íslenskum leikmönnum fyrir og vissi að Íslendingar væru gott fólk. Mér líkar vel við samstarfsfólk mitt og gaman að kynnast öllum. Eina sem hefur komið mér á óvart er að sjá hversu margir knattspyrnuvellir eru út um allt. Ég elska það. Ísland er betra en Svíþjóð í þessum efnum sem og í þjálfun ungmenna. Það kom mér á óvart því ég vissi það ekki.“Hamrén er hann tók við starfinu.Er Hamrén tilkynnti leikmannahópinn fyrir komandi leiki mætti hann vopnaður með skrifaða ræðu sem hann flutti af nokkrum krafti. „Mér fannst gott að deila því hvernig mér leið. Enskan er ekki mitt móðurmál og því þarf ég að undirbúa ræðurnar. Mér fannst mikilvægt að gefa útskýringu á því hvernig mér leið. Við erum að undirbúa liðið fyrir undankeppni EM og mikilvægt að koma því á framfæri. Ég mun halda fleiri svona ræður af virðingu við ykkur blaðamenn og fólkið í landinu sem ég tala við í gegnum ykkur,“ sagði Hamrén en hvað var með eldmóðinn í honum í ræðunni? „Ég var ekki ánægður með okkar fyrstu leiki og sérstaklega leikinn gegn Sviss. Það kom mér á óvart hvernig við töpuðum fyrsta leiknum. Íslenska liðið getur tapað en við megum ekki tapa á svona hátt.“ Eftir tvo daga mæta strákarnir hans Hamrén sjálfum heimsmeisturunum. Það er álag á Svíanum og það gæti aukist eftir Frakkaleikinn. „Þetta snýst allt um viðhorf og ég reyni að hugsa um jákvæðu hlutina. Ég sá liðið bæta sig milli leikja en það er margt sem þarf að bæta enn frekar. Þetta verður mjög erfiður leikur en svona leikur mun hjálpa okkur að verða betra lið. Það er ekki hægt að fela veikleikana gegn bestu liðunum og svona leikir sýna hvar við þurfum að bæta okkur. Ég mun njóta þessa leiks,“ segir Svíinn en fyrsti leikur hans með sænska landsliðið á sínum tíma var gegn Ítalíu sem þá var ríkjandi heimsmeistari. „Ég vil sjá alvöru viðhorf og stolt hjá liðinu í þessum leik. Það skiptir mig mestu máli í fótbolta og við höfum mikið rætt um það. Ég vona að við sýnum framfarir í þessum leik. Annars munu Frakkar refsa okkur.“ Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19 Rúnar Alex: Frakkaleikurinn verður gott próf fyrir okkur Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. 9. október 2018 08:30 Jóhann Berg: Get fullvissað fólk um að við munum ná okkar besta aftur Það var létt yfir Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Saint-Brieuc í dag. 9. október 2018 13:30 Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00 Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00 Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30 Kolbeinn: Treysti mér til þess að spila í mesta lagi hálftíma Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson segist vera nokkuð langt frá því að geta spilað fullan fótboltaleik en er meira en til í að koma af bekknum gegn Frökkum á fimmtudag og láta til sín taka. 9. október 2018 09:30 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Það var nokkuð létt yfir Svíanum Erik Hamrén er ég settist niður með honum í blíðunni fyrir utan hótel íslenska liðsins í Saint-Brieuc. Við fórum yfir víðan völl og ég byrjaði að spyrja hann að því hvort eitthvað hefði komið honum á óvart síðan hann tók við landsliðinu? „Ég vissi að það kæmu fyrst erfiðir leikir og ég hefði lítinn tíma til þess að kynnast leikmönnum. Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við,“ segir Hamrén en það hefur ekki margt komið honum á óvart. „Ég hafði reynslu af íslenskum leikmönnum fyrir og vissi að Íslendingar væru gott fólk. Mér líkar vel við samstarfsfólk mitt og gaman að kynnast öllum. Eina sem hefur komið mér á óvart er að sjá hversu margir knattspyrnuvellir eru út um allt. Ég elska það. Ísland er betra en Svíþjóð í þessum efnum sem og í þjálfun ungmenna. Það kom mér á óvart því ég vissi það ekki.“Hamrén er hann tók við starfinu.Er Hamrén tilkynnti leikmannahópinn fyrir komandi leiki mætti hann vopnaður með skrifaða ræðu sem hann flutti af nokkrum krafti. „Mér fannst gott að deila því hvernig mér leið. Enskan er ekki mitt móðurmál og því þarf ég að undirbúa ræðurnar. Mér fannst mikilvægt að gefa útskýringu á því hvernig mér leið. Við erum að undirbúa liðið fyrir undankeppni EM og mikilvægt að koma því á framfæri. Ég mun halda fleiri svona ræður af virðingu við ykkur blaðamenn og fólkið í landinu sem ég tala við í gegnum ykkur,“ sagði Hamrén en hvað var með eldmóðinn í honum í ræðunni? „Ég var ekki ánægður með okkar fyrstu leiki og sérstaklega leikinn gegn Sviss. Það kom mér á óvart hvernig við töpuðum fyrsta leiknum. Íslenska liðið getur tapað en við megum ekki tapa á svona hátt.“ Eftir tvo daga mæta strákarnir hans Hamrén sjálfum heimsmeisturunum. Það er álag á Svíanum og það gæti aukist eftir Frakkaleikinn. „Þetta snýst allt um viðhorf og ég reyni að hugsa um jákvæðu hlutina. Ég sá liðið bæta sig milli leikja en það er margt sem þarf að bæta enn frekar. Þetta verður mjög erfiður leikur en svona leikur mun hjálpa okkur að verða betra lið. Það er ekki hægt að fela veikleikana gegn bestu liðunum og svona leikir sýna hvar við þurfum að bæta okkur. Ég mun njóta þessa leiks,“ segir Svíinn en fyrsti leikur hans með sænska landsliðið á sínum tíma var gegn Ítalíu sem þá var ríkjandi heimsmeistari. „Ég vil sjá alvöru viðhorf og stolt hjá liðinu í þessum leik. Það skiptir mig mestu máli í fótbolta og við höfum mikið rætt um það. Ég vona að við sýnum framfarir í þessum leik. Annars munu Frakkar refsa okkur.“
Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19 Rúnar Alex: Frakkaleikurinn verður gott próf fyrir okkur Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. 9. október 2018 08:30 Jóhann Berg: Get fullvissað fólk um að við munum ná okkar besta aftur Það var létt yfir Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Saint-Brieuc í dag. 9. október 2018 13:30 Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00 Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00 Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30 Kolbeinn: Treysti mér til þess að spila í mesta lagi hálftíma Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson segist vera nokkuð langt frá því að geta spilað fullan fótboltaleik en er meira en til í að koma af bekknum gegn Frökkum á fimmtudag og láta til sín taka. 9. október 2018 09:30 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19
Rúnar Alex: Frakkaleikurinn verður gott próf fyrir okkur Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. 9. október 2018 08:30
Jóhann Berg: Get fullvissað fólk um að við munum ná okkar besta aftur Það var létt yfir Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Saint-Brieuc í dag. 9. október 2018 13:30
Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00
Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00
Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30
Kolbeinn: Treysti mér til þess að spila í mesta lagi hálftíma Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson segist vera nokkuð langt frá því að geta spilað fullan fótboltaleik en er meira en til í að koma af bekknum gegn Frökkum á fimmtudag og láta til sín taka. 9. október 2018 09:30