Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. september 2018 19:00 Theresa May á tali við gestgjafa leiðtogafundarins, Sebastian Kurz Austurríkiskanslara. Vísir/AP „Ramminn sem lagt er upp með gengur ekki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á blaðamannafundi eftir tveggja daga leiðtogafund sambandsins í Salzburg í Austurríki en honum lauk í dag. Meginefni fundarins var fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði vonast til að fá stuðning Evrópuleiðtoga við hina svokölluðu Chequers áætlun ríkisstjórnar hennar um samskipti við sambandið eftir útgöngu. May hefur varað við því að ef Chequers áætlunin gengur ekki eftir þurfi Bretland að ganga úr sambandinu án samkomulags. Leiðtogar Evrópusambandsins segja áætlun May ekki fullnægjandi. Tryggja þurfi betur opin landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands og þá grafi tillagan undan innri markaði Sambandsins. Boðað hefur verið til annars leiðtogafundar um miðjan október þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um útgöngu Bretlands. „Úrslitastundin fyrir Brexit viðræðurnar verða á leiðtogafundinum í október,“ sagði Tusk. „Í október reiknum við með hámarksárangri og niðurstöðu í viðræðunum.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, vill klára Brexit viðræður á næsta leiðtogafundi í október.Vísir/APTheresa May er þó á öðru máli og segist ekki hafa tímann til að klára viðræður á svo skömmum tíma. Ekki síst vegna þess að hún telur Evrópusambandið ekki leggja fram tillögur sem henta hagsmunum breta. „Það liggur engin móttillaga á borðinu sem virðir hagsmuni Bretlands og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar,“ sagði hún í lok leiðtogafundar. „Ef það liggur ekki fyrir samkomulag sem er ásættanlegt í augum Bretlands erum við tilbúin að ganga út án samkomulags. Ég trúi því þó að við getum náð góðu samkomulagi.“Hvað er Chequers áætlunin? Áætlunin er kennd við sveitasetur forsætisráðherrans í Buckinghamskíri á Englandi. Þar samþykkti breska ríkisstjórnin samningsmarkmið sín um hvernig samskiptum Bretlands við Evrópusambandið verður háttað eftir útgöngu. Meðal meginþátta sem í áætluninni er ákvæði um sameiginlegt regluverk sem tryggir stöðlun gæða á varningi og landbúnaðarvörum sem verslað er með. Þá gerir áætlunin ráð fyrir tollasamningum til að tryggja hindrunarlaus viðskipti Bretlands við Evrópusambandið en á sama tíma er Bretlandi frjálst að semja um fríverslun við önnur ríki. Samkvæmt Chequers mun Bretland hætta í sameiginlegri landbúnaðar- og fiskveiðistefnu Evrópusambandsins og stöðva frjálsa fólksflutninga á milli sambandsins og Bretlands. Síðastnefndi þátturinn ógnar opnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Theresa May telur að áætlunin sé eina raunhæfa lausnin í stöðunni en gagnrýnendur hennar telja aðrar leiðir færar.Vandræði heima fyrir Leiðtogafundurinn í Salzburg veikir stöðu May enn frekar þar sem hún á fáa bandamenn heima fyrir. Stjórnarandstaðan styður ekki Chequers áætlunina og þá hefur fjöldi þingmanna í hennar eigin flokki lýst yfir andstöðu. Uppreisnarseggir í Íhaldsflokknum hvetja May til að skipta um stefnu. Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins, er einn harðasti gagnrýnandi Theresu May.Vísir/EPADavid Davis, fyrrverandi Brexitmálaráðherra, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að nú þurfi að setjast niður og hugsa samningsmarkmiðin upp á nýtt og Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins og einn helsti gagnrýnandi Chequers áætlunarinnar, segir að áætlunin engan stuðning eftir fundinn í Salzburg. May er því sniðinn ansi þröngur stakkur eftir leiðtogafundinn í Salzburg og með hverjum deginum aukast líkurnar á því að Bretar neyðist til að ganga úr sambandinu án samkomulags. Austurríki Brexit Írland Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
„Ramminn sem lagt er upp með gengur ekki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á blaðamannafundi eftir tveggja daga leiðtogafund sambandsins í Salzburg í Austurríki en honum lauk í dag. Meginefni fundarins var fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði vonast til að fá stuðning Evrópuleiðtoga við hina svokölluðu Chequers áætlun ríkisstjórnar hennar um samskipti við sambandið eftir útgöngu. May hefur varað við því að ef Chequers áætlunin gengur ekki eftir þurfi Bretland að ganga úr sambandinu án samkomulags. Leiðtogar Evrópusambandsins segja áætlun May ekki fullnægjandi. Tryggja þurfi betur opin landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands og þá grafi tillagan undan innri markaði Sambandsins. Boðað hefur verið til annars leiðtogafundar um miðjan október þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um útgöngu Bretlands. „Úrslitastundin fyrir Brexit viðræðurnar verða á leiðtogafundinum í október,“ sagði Tusk. „Í október reiknum við með hámarksárangri og niðurstöðu í viðræðunum.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, vill klára Brexit viðræður á næsta leiðtogafundi í október.Vísir/APTheresa May er þó á öðru máli og segist ekki hafa tímann til að klára viðræður á svo skömmum tíma. Ekki síst vegna þess að hún telur Evrópusambandið ekki leggja fram tillögur sem henta hagsmunum breta. „Það liggur engin móttillaga á borðinu sem virðir hagsmuni Bretlands og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar,“ sagði hún í lok leiðtogafundar. „Ef það liggur ekki fyrir samkomulag sem er ásættanlegt í augum Bretlands erum við tilbúin að ganga út án samkomulags. Ég trúi því þó að við getum náð góðu samkomulagi.“Hvað er Chequers áætlunin? Áætlunin er kennd við sveitasetur forsætisráðherrans í Buckinghamskíri á Englandi. Þar samþykkti breska ríkisstjórnin samningsmarkmið sín um hvernig samskiptum Bretlands við Evrópusambandið verður háttað eftir útgöngu. Meðal meginþátta sem í áætluninni er ákvæði um sameiginlegt regluverk sem tryggir stöðlun gæða á varningi og landbúnaðarvörum sem verslað er með. Þá gerir áætlunin ráð fyrir tollasamningum til að tryggja hindrunarlaus viðskipti Bretlands við Evrópusambandið en á sama tíma er Bretlandi frjálst að semja um fríverslun við önnur ríki. Samkvæmt Chequers mun Bretland hætta í sameiginlegri landbúnaðar- og fiskveiðistefnu Evrópusambandsins og stöðva frjálsa fólksflutninga á milli sambandsins og Bretlands. Síðastnefndi þátturinn ógnar opnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Theresa May telur að áætlunin sé eina raunhæfa lausnin í stöðunni en gagnrýnendur hennar telja aðrar leiðir færar.Vandræði heima fyrir Leiðtogafundurinn í Salzburg veikir stöðu May enn frekar þar sem hún á fáa bandamenn heima fyrir. Stjórnarandstaðan styður ekki Chequers áætlunina og þá hefur fjöldi þingmanna í hennar eigin flokki lýst yfir andstöðu. Uppreisnarseggir í Íhaldsflokknum hvetja May til að skipta um stefnu. Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins, er einn harðasti gagnrýnandi Theresu May.Vísir/EPADavid Davis, fyrrverandi Brexitmálaráðherra, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að nú þurfi að setjast niður og hugsa samningsmarkmiðin upp á nýtt og Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins og einn helsti gagnrýnandi Chequers áætlunarinnar, segir að áætlunin engan stuðning eftir fundinn í Salzburg. May er því sniðinn ansi þröngur stakkur eftir leiðtogafundinn í Salzburg og með hverjum deginum aukast líkurnar á því að Bretar neyðist til að ganga úr sambandinu án samkomulags.
Austurríki Brexit Írland Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira