Örlög Rosenstein ráðast á fimmtudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 17:44 Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Vísir/AP Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Hann mætti til fundar við John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta Hússins, í dag og væntu fjölmiðlar þess að hann myndi annaðhvort segja af sér eða vera rekinn. Framtíð hans verður ráðin þegar hann mætir til fundar við Donald Trump, forseta, á fimmtudag. Trump og Rosenstein töluðu saman í síma í dag en Trump er nú staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna og snýr aftur til Washington DC á fimmtudaginn.Rosenstein er sagður hafa verið viljugur til að segja af sér eftir að fregnir bárust af því að hann hafi lagt til í fyrra að hlera ætti forsetann. Hann ber ábyrgð á rannsókn sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins, Roberts Mueller, á afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum 2016, hvort framboð Trump hafi komið að afskiptunum með nokkrum hætti og aðra glæpi sem uppgötvast við rannsóknina.Sjá einnig: Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdumHverfi Rosenstein á braut gæti embættismaður hliðhollur forsetanum tekið við ábyrgð á rannsókninni og jafnvel hróflað við henni. Trump hefur ítrekað gagnrýnt rannsóknina og sagt hana vera nornaveiðar. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump til margra ára, starfa nú allir með Robert Mueller í Rússarannsókninni. Þingmenn Demókrataflokksins hafa nú kallað á nýjan leik eftir því að þingið, sem stýrt er af Repúblikanaflokknum, grípi til aðgerða og verndi Rússarannsóknina svokölluðu á þann veg að hvorki Trump, né hver sem tæki við af Rosenstein ef honum yrði vikið úr starfi eða segi af sér, geti stöðvað hana.Rosenstein, repúblikani sem skipaður var í embætti af Trump, tók við yfirstjórn Rússarannsóknarinnar eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði rangt frá samskiptum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur Trump sakað Rosenstein um vanhæfi þar sem hann skrifaði undir eftirlitsheimild gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Hann mætti til fundar við John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta Hússins, í dag og væntu fjölmiðlar þess að hann myndi annaðhvort segja af sér eða vera rekinn. Framtíð hans verður ráðin þegar hann mætir til fundar við Donald Trump, forseta, á fimmtudag. Trump og Rosenstein töluðu saman í síma í dag en Trump er nú staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna og snýr aftur til Washington DC á fimmtudaginn.Rosenstein er sagður hafa verið viljugur til að segja af sér eftir að fregnir bárust af því að hann hafi lagt til í fyrra að hlera ætti forsetann. Hann ber ábyrgð á rannsókn sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins, Roberts Mueller, á afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum 2016, hvort framboð Trump hafi komið að afskiptunum með nokkrum hætti og aðra glæpi sem uppgötvast við rannsóknina.Sjá einnig: Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdumHverfi Rosenstein á braut gæti embættismaður hliðhollur forsetanum tekið við ábyrgð á rannsókninni og jafnvel hróflað við henni. Trump hefur ítrekað gagnrýnt rannsóknina og sagt hana vera nornaveiðar. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump til margra ára, starfa nú allir með Robert Mueller í Rússarannsókninni. Þingmenn Demókrataflokksins hafa nú kallað á nýjan leik eftir því að þingið, sem stýrt er af Repúblikanaflokknum, grípi til aðgerða og verndi Rússarannsóknina svokölluðu á þann veg að hvorki Trump, né hver sem tæki við af Rosenstein ef honum yrði vikið úr starfi eða segi af sér, geti stöðvað hana.Rosenstein, repúblikani sem skipaður var í embætti af Trump, tók við yfirstjórn Rússarannsóknarinnar eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði rangt frá samskiptum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur Trump sakað Rosenstein um vanhæfi þar sem hann skrifaði undir eftirlitsheimild gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira