Leggja til að nýr flugvöllur Nuuk verði metnaðarfyllri Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2018 20:30 Teikning af Nuuk-flugvelli eftir stækkun á núverandi stað upp í 2.200 metra, eins og grænlensk stjórnvöld hafa stefnt að. GRAFÍK/KALAALIT AIRPORTS. Skyndilegur áhugi Bandaríkjamanna og Dana á flugvallauppbyggingu á Grænlandi hefur nú orðið til þess að grænlenskir stjórnmálamenn leggja núna til að nýr Nuuk-flugvöllur verði mun stærri en áður var áformað. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Aðalflugvöllur Grænlands í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, var lagður af Bandaríkjaher á stríðsárunum. Þar sem hann er fjarri helstu byggðum þjónar hann illa grænlensku samfélagi. Grænlendinga hefur því lengi dreymt um að byggja upp nýtt flugvallakerfi. Þar er lykilatriðið að höfuðstaðurinn Nuuk fái flugvöll sem geti tekið við farþegaþotum í millilandaflugi. Flugbrautin þar er rétt við bæinn og aðþrengd og aðeins 950 metra löng. Áform grænlenskra stjórnvalda miða við að í stað hennar komi 2.200 metra löng flugbraut á sama stað, sem er álíka og Egilsstaðaflugvöllur. Það hafa raunar einnig verið uppi hugmyndir um annað og betra flugvallarstæði á eyju úti fyrir Nuuk, sem gefur færi á tveimur 3.000 metra löngum flugbrautum, en það er sama stærð og Keflavíkurflugvöllur. Sú tillaga hefur þótt óraunhæf vegna kostnaðar enda þyrfti þá einnig neðansjávargöng og brýr til að tengja eyjuna við land.Tillaga um Nuuk-flugvöll með tveimur 3.000 metra brautum neðst til hægri. Núverandi flugvöllur er í jaðri Nuuk lengst til vinstri. Hugmyndin um flugvöll á eyju birtist í skýrslu frá Tegnestuen Nuuk árið 2000.Kort/Tegnestuen Nuuk.En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir tveimur vikum mætti forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning Dana við flugvallagerðina. Í síðustu viku lýsti svo varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna yfir vilja til þess að Bandaríkjamenn myndu einnig leggja fé í verkefnið. Skyndilega sjá Grænlendingar nú fram á að geta fengið meira fé til flugvallagerðar en þeir áttu von á. Viðbrögðin má þegar sjá meðal grænlenskra þingmanna en einn flokkurinn, Samarbejdspartiet, hefur nú lagt til að Grænlendingar hugsi stærra og verði metnaðarfyllri í flugvallarmálum. Flokkurinn vill dusta rykið af eyjahugmyndinni og fá 3.000 metra flugbraut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Skyndilegur áhugi Bandaríkjamanna og Dana á flugvallauppbyggingu á Grænlandi hefur nú orðið til þess að grænlenskir stjórnmálamenn leggja núna til að nýr Nuuk-flugvöllur verði mun stærri en áður var áformað. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Aðalflugvöllur Grænlands í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, var lagður af Bandaríkjaher á stríðsárunum. Þar sem hann er fjarri helstu byggðum þjónar hann illa grænlensku samfélagi. Grænlendinga hefur því lengi dreymt um að byggja upp nýtt flugvallakerfi. Þar er lykilatriðið að höfuðstaðurinn Nuuk fái flugvöll sem geti tekið við farþegaþotum í millilandaflugi. Flugbrautin þar er rétt við bæinn og aðþrengd og aðeins 950 metra löng. Áform grænlenskra stjórnvalda miða við að í stað hennar komi 2.200 metra löng flugbraut á sama stað, sem er álíka og Egilsstaðaflugvöllur. Það hafa raunar einnig verið uppi hugmyndir um annað og betra flugvallarstæði á eyju úti fyrir Nuuk, sem gefur færi á tveimur 3.000 metra löngum flugbrautum, en það er sama stærð og Keflavíkurflugvöllur. Sú tillaga hefur þótt óraunhæf vegna kostnaðar enda þyrfti þá einnig neðansjávargöng og brýr til að tengja eyjuna við land.Tillaga um Nuuk-flugvöll með tveimur 3.000 metra brautum neðst til hægri. Núverandi flugvöllur er í jaðri Nuuk lengst til vinstri. Hugmyndin um flugvöll á eyju birtist í skýrslu frá Tegnestuen Nuuk árið 2000.Kort/Tegnestuen Nuuk.En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir tveimur vikum mætti forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning Dana við flugvallagerðina. Í síðustu viku lýsti svo varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna yfir vilja til þess að Bandaríkjamenn myndu einnig leggja fé í verkefnið. Skyndilega sjá Grænlendingar nú fram á að geta fengið meira fé til flugvallagerðar en þeir áttu von á. Viðbrögðin má þegar sjá meðal grænlenskra þingmanna en einn flokkurinn, Samarbejdspartiet, hefur nú lagt til að Grænlendingar hugsi stærra og verði metnaðarfyllri í flugvallarmálum. Flokkurinn vill dusta rykið af eyjahugmyndinni og fá 3.000 metra flugbraut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45