Erlent

Mögulega „óheppnustu“ glæpamenn Danmerkur

Birgir Olgeirsson skrifar
Jørgen Bergen Skov, lögreglustjóri í Kaupmannahöfn.
Jørgen Bergen Skov, lögreglustjóri í Kaupmannahöfn. Vísir/EPA
Hótanir í garð fólks voru ástæða aðgerða lögreglu sem setti danskt samfélag nánast á hliðina í gær.

Lögreglan stöðvaði alla umferð til og frá Sjálandi í gær vegna leitar að þremur manneskjum sem voru grunaðar um aðild að alvarlegum glæpi.

Lögreglustjóri Kaupmannahafnar, Jørgen Bergen Skov, greindi frá því á blaðamannafundi í dag svartur Volvo V90 hefði sést í grennd við staðinn þar sem fólkinu var hótað.

Bergen sagði lögreglumenn hafa grunað að fólkið sem var í bílnum hefði eitthvað illt í hyggju. Volvo-bílnum var síðan ekið á miklum hraða frá vettvangi en lögregla veitti bílnum ekki eftirför.

Þegar lögreglan fann svo bílinn á Sjálandi í gær kom í ljós að fólkið sem var í bílnum hafði engin tengsl við málið sem var til rannsóknar.

Bergen sagði hins vegar að fólkið væri grunað um annan glæp, sem tengdist ekki málinu sem varðar hótanir. Hann vildi þó ekki greina frá því á blaðamannafundinum hver sá glæpur væri.

Hann sagði að manneskjurnar sem hefðu verið í Volvo-bílnum væru mögulega „óheppnustu“ glæpamenn Danmerkur og röngum stað og röngum tíma.

Hann ítrekað að Danir væru ekki í hættu vegna málsins.

„Það er engin ástæða fyrir hinn almenna borgara að hafa áhyggjur,“ sagði Bergen.

Spurður nánar út í lögregluaðgerðina, hvort að málið hefði í raun verið þannig vaxið að grípa þurfti til svo mikilla inngripa í daglegt líf Dana, þá sagði Bergen að lögreglan hefði verið með allan varan á. „Þannig starfar lögreglan þegar hún er með trúverðugar upplýsingar í höndunum,“ sagði Bergen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×